Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2011 22:15 Enskur veiðimaður fékk í vikunni einn stærsta lax í sögu Hrútafjarðarár er hann var að veiða í efsta veiðistaðnum Réttarfossi. Eftir langa viðureign landaði hann nýrunni hrygnu sem hann mældi á bakkanum sem 106 cm langa og ca. 12 kg! Tók hann einnig mynd af henni áður en hann sleppti henni aftur út í hylinn. Ágæt veiði er í ánni, ekkert mok eins og oft undanfarinn ár en vatnið gott og veiði eftir því. En Hrútafjarðará á oft sínu bestu spretti síðsumars.Og fjörið eykst bara í Breiðdalsá! Í morgun komu 17 laxar á land og var það einnig ein sú mesta stórlaxavakt í sögu árinnar, hafa þær þó verið nokkrar góðar í gegnum tíðina! Af þessum löxum voru 10 laxar á bilinu 80-97 cm eða á bilinu 10-20 punda. Var það stærst svakalega hrygna sem vóg 10 kg sem tók lítinn Sunray Shadow í Réttarhyl. Eins og myndirnar sýna var hún tekin í klak og verður notuð til undaneldis eins og margir aðrir stórlaxar sem tekið hafa agn veiðimanna í Breiðdalsá. Líklega er þetta þriggja ára lax í sjó, en komið hefur í ljós í niðurstöðum hreisturssýna að risahrygnurnar í Breiðdalsá hafa oftast verið það lengi í sjó og er það einsdæmi miðað við flestar aðrar ár á landinu varðandi hrygnur. Nánast allur laxinn í morgun var lúsugur og er ekkert lát á stórlaxagöngum í ánna, en um 450 slíkir hafa veiðst. Smálax er að byrja að sjást sem er óvenju seint og áin stefnir í algjört met ef fer fram sem horfir, á milli 500-550 laxar þegar komnir og tæplega tveir mánuðir eftir ennþá af veiðitímanum. Jökla er að detta í 200 laxa sem er einnig frábær veiði þar á bæ, þar af gaf gærdagurinn 15 laxa á stangirnar sex sem leyfðar eru eingöngu á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Áfram ágæt veiði í Þjórsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði
Enskur veiðimaður fékk í vikunni einn stærsta lax í sögu Hrútafjarðarár er hann var að veiða í efsta veiðistaðnum Réttarfossi. Eftir langa viðureign landaði hann nýrunni hrygnu sem hann mældi á bakkanum sem 106 cm langa og ca. 12 kg! Tók hann einnig mynd af henni áður en hann sleppti henni aftur út í hylinn. Ágæt veiði er í ánni, ekkert mok eins og oft undanfarinn ár en vatnið gott og veiði eftir því. En Hrútafjarðará á oft sínu bestu spretti síðsumars.Og fjörið eykst bara í Breiðdalsá! Í morgun komu 17 laxar á land og var það einnig ein sú mesta stórlaxavakt í sögu árinnar, hafa þær þó verið nokkrar góðar í gegnum tíðina! Af þessum löxum voru 10 laxar á bilinu 80-97 cm eða á bilinu 10-20 punda. Var það stærst svakalega hrygna sem vóg 10 kg sem tók lítinn Sunray Shadow í Réttarhyl. Eins og myndirnar sýna var hún tekin í klak og verður notuð til undaneldis eins og margir aðrir stórlaxar sem tekið hafa agn veiðimanna í Breiðdalsá. Líklega er þetta þriggja ára lax í sjó, en komið hefur í ljós í niðurstöðum hreisturssýna að risahrygnurnar í Breiðdalsá hafa oftast verið það lengi í sjó og er það einsdæmi miðað við flestar aðrar ár á landinu varðandi hrygnur. Nánast allur laxinn í morgun var lúsugur og er ekkert lát á stórlaxagöngum í ánna, en um 450 slíkir hafa veiðst. Smálax er að byrja að sjást sem er óvenju seint og áin stefnir í algjört met ef fer fram sem horfir, á milli 500-550 laxar þegar komnir og tæplega tveir mánuðir eftir ennþá af veiðitímanum. Jökla er að detta í 200 laxa sem er einnig frábær veiði þar á bæ, þar af gaf gærdagurinn 15 laxa á stangirnar sex sem leyfðar eru eingöngu á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Áfram ágæt veiði í Þjórsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði