Handbolti

Afturelding hélt sæti sínu í N1 deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Jónsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Ásgeir Jónsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Afturelding tryggði sér 2-0 sigur í úrslitaeinvíginu í umspili N1 deild karla í handbolta með því að vinna sjö marka sigur á Stjörnunni, 25-18, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Afturelding vann þar með alla fjóra leiki sína í umspilinu og heldur því sæti sínu í N1 deild karla.

Daníel Jónsson og Ásgeir Jónsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Aftureldingu og þeir Sverrir Hermannsson og Reynir Ingi Árnason voru báðir með fjögur mörk. Tandri Már Konráðsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna.

Mosfellingar unnu þar með umspilið annað árið í röð en þeir tryggðu sér sætið í N1 deild karla á þessu tímabil með því að vinna sigur á Gróttu í úrslitaeinvíginu í fyrra. Grótta komst upp í N1 deild karla með því að vinna 1. deildina.

Leikurinn var jafn framan af og liðin skiptustu á því að hafa forystuna en Mosfellingar skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru 10-8 yfir í hálfleik.

Daníel Jónsson skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og kom Aftureldningu fjórum mörkum yfir, 12-8 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Garðbæinga.

Stjarnan náði að minnka muninn í tvö mörk en komst ekki nær og Mosfellingar slitu sig endanlega frá þeim um miðjan hálfleikinn þegar þeir brettu stöðunnu úr 14-12 í 20-14.



Stjarnan-Afturelding 18-25 (8-10)Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 5, Eyþór Már Magnússon 3, Finnur Jónsson 2, Guðmundur Sigurður Guðmundsson 2, Jón Arnar Jónsson 2, Vilhjálmur Ingi Halldórsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1.

Mörk Aftureldingar: Ásgeir Jónsson 5, Daníel Jónsson 5, Reynir Ingi Árnason 4, Sverrir Hermannsson 4, Bjarni Aron Þórðarson 3, Jóhann Jóhannsson 2, Hilmar Stefánsson 1, Þrándur Gíslason 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×