Fátækum gæti fjölgað í álfunni 28. apríl 2011 04:00 Hátt matvöruverð kemur við buddu margra. nordicphotos/AFP Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira