Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 10:15 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum. Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum.
Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14
Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00