Leitin á Strandarheiði: Meðal annars kannað hvort manneskja hafi farið þar á bíl Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:45 „Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23