85 manns í sóttkví vegna kórónuveirunnar: „Hann er hitalaus og ekki hóstandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. febrúar 2020 18:45 85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira