Innlent

Björgunar­sveitir að­stoða vélar­vana bát utan við Straums­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða vélarvana bát utan við Straumsvík. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða vélarvana bát utan við Straumsvík. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Björgunarbátur er nú að toga bát í land sem varð vélarvana um 400 metra utan við Straumsvík. Björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu barst útkall klukkan hálf eitt þar sem beðið var um aðstoð en fjórir farþegar eru um borð í bátnum.

Þrír björgunarbátar fóru úr höfn stuttu eftir að útkall barst og var óskað eftir aðstoð frá nærstöddum bátum sem sigldu í átt að vettvangi. Björgunarbátur kom á vettvang um klukkan eitt og tók bátinn í tog.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×