Fótbolti

Rúnar Alex og Patrik Sigurður í tapliðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Alex í leik kvöldsins.
Rúnar Alex í leik kvöldsins. Vísir/Getty

Markverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson máttu þola tap í leikjum sínum í dag.

Rúnar Alex varði mark Dijon sem mátti þola stórt tap gegn stjörnu prýddu liði Paris Saint-Germain frönsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 4-0 þar sem Pablo Sarabia, Maruo Icardi og Kylian Mbappé (2) skoruðu fyrir meistarana.

Dijon er sem stendur í 17. sæti frönsku deildarinnar, aðeins markatala heldur þeim frá sæti sem leiðir til umspils um sæti í efstu deild að ári.

Þá lék Patrik Sigurður Gunnarsson allan leikinn fyrir Southend United í ensku C-deildinni en liðið tapaði 2-1 fyrir Oxford United. Sigurmarkið kom þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið er svo gott sem fallið en það er með aðeins 16 stig þegar 34 af 44 umferðum eru búnar.


Tengdar fréttir

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi

Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Victor lagði upp í sigri Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark Darmstadt í 2-0 sigri á Heidenheim í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Darmstadt er í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×