Lærbrotnaði í svifflugi á Kirkjufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 20:06 Siggmaður hjá Landhelgisgæslunni á leið upp í þyrlu með lærbrotna karlmanninn. Guðjón Ottó Bjarnason Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan. Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09