Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:45 Búin var til viðbragðsáætlun ef ske kynni að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dæi vegna Covid-19. EPA/ANDREW PARSONS Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28
Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20
Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05