Innlent

Dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak

Nauðgaði og drap fjórtán ára stúlku.
Nauðgaði og drap fjórtán ára stúlku.

Fyrrum hermaðurinn Steven Green var fundinn sekur um að hafa nauðgað og svo myrt hina 14 ára gömlu Abeer Qassim al-Janabi í Írak árið 2006. Málið vakti óhug en hann, auk þriggja annarra hermanna tóku þátt í árásinni. Tveir þeira héldu henni niðri á meðan þeir nauðguðu stúlkunni. Í kjölfarið myrtu þeir hana og fjölskyldu hennar auk þess sem þeir brenndu húsið þeirra.

Hinir hermennirnir hafa þegar verið dæmdir fyrir sína aðild að málinu og spanna dómarnir frá fimm árum upp í 110 ár.

Steven, sem er 24 ára gamall, er aftur á móti talinn höfuðpaurinn í málinu. Hann var leystur frá störfum í hernum vegna perónuröskunar en hann er fyrsti fyrrverandi hermaðurinn sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi í öðru landi en Bandaríkjunum.

Það var kviðdómur í Kentucky sem fann hann sekan og er talið líklegt að Steven verði tekinn af lífi fyrir glæpi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×