Innlent

Byrja að safna blóði eftir helgi

Andri Eysteinsson skrifar
Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í dag.
Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í dag. Mynd/(Lögreglan

Eftir helgina mun fara í hönd blóðsöfnun á vegum heilbrigðisyfirvalda í samvinnu við Íslenska Erfðagreiningu. Þeir sem fara í blóðprufu munu vera beðnir um að gefa annan skammt til mótefna mælinga vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum að ekki væri alveg ljóst með hvaða hætti rannsóknin myndi fara fram en greindi frá því að stefnt sé að því að hver og einn verði upplýstur um niðurstöður mótefnamælingar í blóði þegar þær liggja fyrir. Enn sé þó óljóst hvenær niðurstöðurnar mun liggja fyrir.

Þórólfur minntist þá sérstaklega á það að blóðið sem nýtt yrði í mótefnamælingar yrði ekki notað í neinum öðrum tilgangi.

Á fundinum í dag sagði Þórólfur einnig að útlit væri fyrir að samfélagslegt smit væri í lágmarki. Áskorun framtíðarinnar væri að tryggja að góði árangurinn sem náðst hefur í baráttunni myndi ekki tapast þegar takmörkunum verður aflétt á morgun og á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×