Telur samráðið eiga sér lengri sögu Stefán Óli Jónsson skrifar 21. maí 2014 08:50 Baldur segir að sér hafi í fyrstu þótt tal um verðsamráð fjarstæðukennt. Vísir/Valli Baldur Björnsson, eigandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvenær fyrst hafi farið að örla á verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. „Allan síðasta áratug hafa iðnaðarmenn talað um að sama verðið væri í Húsasmiðjunni og Byko en manni þótti þetta alltaf fjarstæðukennt og ég trúði þessu hreinlega ekki,“ segir Baldur. Í lok árs 2004 byggði hann verslunarhúsnæði sem átti síðar eftir að hýsa verslun Múrbúðarinnar. „Ég fékk tilboð frá verslununum tveimur sem hljóðuðu bæði upp á á fjórðu milljón króna og munur milli þeirra ekki nema um fimmtán þúsund krónur,“ segir Baldur og bætir við að þá hafi grunur hans fengist staðfestur. Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreint þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Byko og Húsasmiðjan eru sögð hafa stundað samkeppnishamlandi verðþrýsting með því að lækka aðeins verð á sama byggingarefni og grófvörudeild Múrbúðarinnar hafði á boðstólum. Verð á öðrum vörum hafi haldist óbreytt. Þar sem Byko og Húsasmiðjan lækkuðu aðeins verð á sömu vörum og Múrbúðin hafði á boðstólum komu upp tilfelli þar sem langt byggingartimbur var ódýrara en stutt, einfaldlega vegna þess að Múrbúðin var ekki með það stutta. Gleggsta dæmið um lækkun sem þessa telur Baldur vera þá þegar fyrirtækin tvö seldu lítra af terpentínu á lægra verði en hálfan lítra, en þá stærð bauð Múrbúðin ekki upp á. „Iðnaðarmenn komu gjarnan í grófvörudeild Múrbúðarinnar til að fá tilboð prentuð út og fóru svo með þau í Byko og Húsasmiðjuna sem mættu tilboðunum og buðu kannski 2% lægra verð,“ segir Baldur og bætir við að þessi undirverðlagning sem fyrirtækin gátu boðið upp á sökum stærðar sinnar hafi verið það sem að lokum gekk af grófvörudeild Múrbúðarinnar dauðri. Baldur segir að Múrbúðin hefði þurft að ná 7 prósenta markaðshlutdeild í grófvörum til að ná fótfestu og verða arðbær. Mest hafi búðin þó einungis náð 2-3 prósenta hlutdeild og það hafi ekki reynst nóg. „Eina skynsamlega aðgerðin var að loka grófvörudeildinni, enda var það aldrei ætlun Múrbúðarinnar að standa í taprekstri til að halda verðinu niðri fyrir iðnaðarmenn og verktaka sem voru í viðskiptum annars staðar,“ segir Baldur. „Við vorum bara tæklaðir.“ Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Baldur Björnsson, eigandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvenær fyrst hafi farið að örla á verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. „Allan síðasta áratug hafa iðnaðarmenn talað um að sama verðið væri í Húsasmiðjunni og Byko en manni þótti þetta alltaf fjarstæðukennt og ég trúði þessu hreinlega ekki,“ segir Baldur. Í lok árs 2004 byggði hann verslunarhúsnæði sem átti síðar eftir að hýsa verslun Múrbúðarinnar. „Ég fékk tilboð frá verslununum tveimur sem hljóðuðu bæði upp á á fjórðu milljón króna og munur milli þeirra ekki nema um fimmtán þúsund krónur,“ segir Baldur og bætir við að þá hafi grunur hans fengist staðfestur. Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreint þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Byko og Húsasmiðjan eru sögð hafa stundað samkeppnishamlandi verðþrýsting með því að lækka aðeins verð á sama byggingarefni og grófvörudeild Múrbúðarinnar hafði á boðstólum. Verð á öðrum vörum hafi haldist óbreytt. Þar sem Byko og Húsasmiðjan lækkuðu aðeins verð á sömu vörum og Múrbúðin hafði á boðstólum komu upp tilfelli þar sem langt byggingartimbur var ódýrara en stutt, einfaldlega vegna þess að Múrbúðin var ekki með það stutta. Gleggsta dæmið um lækkun sem þessa telur Baldur vera þá þegar fyrirtækin tvö seldu lítra af terpentínu á lægra verði en hálfan lítra, en þá stærð bauð Múrbúðin ekki upp á. „Iðnaðarmenn komu gjarnan í grófvörudeild Múrbúðarinnar til að fá tilboð prentuð út og fóru svo með þau í Byko og Húsasmiðjuna sem mættu tilboðunum og buðu kannski 2% lægra verð,“ segir Baldur og bætir við að þessi undirverðlagning sem fyrirtækin gátu boðið upp á sökum stærðar sinnar hafi verið það sem að lokum gekk af grófvörudeild Múrbúðarinnar dauðri. Baldur segir að Múrbúðin hefði þurft að ná 7 prósenta markaðshlutdeild í grófvörum til að ná fótfestu og verða arðbær. Mest hafi búðin þó einungis náð 2-3 prósenta hlutdeild og það hafi ekki reynst nóg. „Eina skynsamlega aðgerðin var að loka grófvörudeildinni, enda var það aldrei ætlun Múrbúðarinnar að standa í taprekstri til að halda verðinu niðri fyrir iðnaðarmenn og verktaka sem voru í viðskiptum annars staðar,“ segir Baldur. „Við vorum bara tæklaðir.“
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira