Börn í þrælkunarvinnu fyrir Starbucks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:39 Starbucks er ein þekktasta kaffihúsakeðja heims. Vísir/Getty Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi. Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi.
Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira