Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2019 10:21 Rostungar eru stórar skepnur. Brimlar verða yfir tonn að þyngd og algengt að skögultennurnar nái yfir 50 sentímetra lengd. Vísir/getty Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn: Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn:
Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00
Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14