Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2019 10:21 Rostungar eru stórar skepnur. Brimlar verða yfir tonn að þyngd og algengt að skögultennurnar nái yfir 50 sentímetra lengd. Vísir/getty Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn: Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn:
Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00
Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14