Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. janúar 2020 20:20 Ágúst og hans menn eru í vandræðum. vísir/bára Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ” Dominos-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ”
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti