Langvarandi ótryggt starfsumhverfi Póstsins bitni á heilsu og starfsanda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2020 13:27 Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Vísir/Vilhelm Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12
Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05