Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 11:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ætli sér ekki að koma fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Hún segir ljóst að samstarf ríkisstjórnarinnar við þingið fari ekki vel af stað. „Ég er hissa á því að hann ætli sér ekki að tala þarna beint við efnahagsnefnd í ljósi þess að hann hefur viðurkennt að hann hafi gert ákveðin mistök,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þann 7. janúar síðastliðinn óskaði Katrín eftir því að nefndin kæmi saman til að að fjalla um niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í ljós hefur komið að skýrslan var tilbúin áður en gengið var til kosninga í október og hefur Bjarni verið gagnrýndur fyrir að gera skýrsluna ekki opinbera fyrr en í janúar. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi mögulega verið mistök. Í gær var greint var frá því að Bjarni ætli sér ekki að mæta á fund nefndarinnar sem fer fram á föstudag. Gaf hann þær skýringar að hann hefði þegar tjáð sig um málið opinberlega á vettvangi fjölmiðla og hefði ekki meira um málið að segja. Katrín gefur lítið fyrir þessar skýringar Bjarna og í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan segir hún að þessar skýringar séu óásættanlegar „Það er ekki gott að samskipti við þingi fari fram í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. „Ég tel eðlilegra að ráðherrar eigi í samskiptum beint við þingið og það nægi ekki að gera það í gegnum fjölmiðla.“ Telur Katrín að ákvörðun Bjarna um að mæta ekki á fund nefndarinnar boði ekki gott fyrir samtarf þingsins við ríkisstjórn á komandi þingi. „Þingið er ekki einu sinni byrjað og í ljósi þess að við erum öll búin að tala um samstarf og samvinnu þá finnst manni að þetta hefði mátt fara betur af stað.“ Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Ekkert „hvíttað“ í skýrslu um aflandsfélög Fjármálaráðuneytið hefur farið yfir vinnubrögð í tengslum við skýrslu um aflandseignir Íslendinga. 13. janúar 2017 16:16 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ætli sér ekki að koma fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Hún segir ljóst að samstarf ríkisstjórnarinnar við þingið fari ekki vel af stað. „Ég er hissa á því að hann ætli sér ekki að tala þarna beint við efnahagsnefnd í ljósi þess að hann hefur viðurkennt að hann hafi gert ákveðin mistök,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þann 7. janúar síðastliðinn óskaði Katrín eftir því að nefndin kæmi saman til að að fjalla um niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í ljós hefur komið að skýrslan var tilbúin áður en gengið var til kosninga í október og hefur Bjarni verið gagnrýndur fyrir að gera skýrsluna ekki opinbera fyrr en í janúar. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi mögulega verið mistök. Í gær var greint var frá því að Bjarni ætli sér ekki að mæta á fund nefndarinnar sem fer fram á föstudag. Gaf hann þær skýringar að hann hefði þegar tjáð sig um málið opinberlega á vettvangi fjölmiðla og hefði ekki meira um málið að segja. Katrín gefur lítið fyrir þessar skýringar Bjarna og í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan segir hún að þessar skýringar séu óásættanlegar „Það er ekki gott að samskipti við þingi fari fram í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. „Ég tel eðlilegra að ráðherrar eigi í samskiptum beint við þingið og það nægi ekki að gera það í gegnum fjölmiðla.“ Telur Katrín að ákvörðun Bjarna um að mæta ekki á fund nefndarinnar boði ekki gott fyrir samtarf þingsins við ríkisstjórn á komandi þingi. „Þingið er ekki einu sinni byrjað og í ljósi þess að við erum öll búin að tala um samstarf og samvinnu þá finnst manni að þetta hefði mátt fara betur af stað.“
Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Ekkert „hvíttað“ í skýrslu um aflandsfélög Fjármálaráðuneytið hefur farið yfir vinnubrögð í tengslum við skýrslu um aflandseignir Íslendinga. 13. janúar 2017 16:16 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45
Ekkert „hvíttað“ í skýrslu um aflandsfélög Fjármálaráðuneytið hefur farið yfir vinnubrögð í tengslum við skýrslu um aflandseignir Íslendinga. 13. janúar 2017 16:16
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06