Tíu leikmenn Liverpool liðsins hafa aldrei tapað á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 10:00 Sadio Mane hefur aldrei tapað á Anfield en Bobby Firmino var með í síðasta tapleiknum í apríl 2017. Getty/John Powell Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira