Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 12:30 Ada Hegerberg er mikill markaskorari. Getty/ Emilio Andreoli Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. Ada Hegerberg, sem skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og var kosin besta knattspyrnukona heims árið 2018, sleit krossband í hægra hné á æfingu með félagi sínu. „Þetta er bakslag fyrir mig en ég ætla að komast í gegnum þetta af öllu hjarta og með allri orku minni,“ sagði Ada Hegerberg og bætti við: „Þið eigið eftir að sjá mitt besta og ég kem fljótt aftur,“ sagði Ada Hegerberg en hún er 24 ára gömul. Lyon striker Ada Hegerberg is set to miss at least the remainder of this season through injury. Full storyhttps://t.co/Tl3lSirecQpic.twitter.com/CXLlxpIHEx— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020 Ada Hegerberg hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð með Lyon og hún hefur unnið þrettán stóra titla á fyrstu fimm tímabilum sínum með franska liðinu þar sem hún hefur skorað 216 mörk í 177 leikjum. Lyon er á góðri leið með að vinna fleiri titla á þessu tímabili en félagið er með þriggja stiga forskot á Paris Saint Germain í frönsku deildinni og er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ada Hegerberg hefur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar og 9 af 49 mörkum hennar í Meistaradeildinni hafa komið á þessu tímabili. Hún er með 14 mörk í 12 deildarleikjum og alls 23 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hafa ekki áhrif á norska landsliðið því Ada Hegerberg hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið síðan árið 2017. Hún skoraði 38 mörk fyrir Noreg frá 2011 til 2017. Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. Ada Hegerberg, sem skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og var kosin besta knattspyrnukona heims árið 2018, sleit krossband í hægra hné á æfingu með félagi sínu. „Þetta er bakslag fyrir mig en ég ætla að komast í gegnum þetta af öllu hjarta og með allri orku minni,“ sagði Ada Hegerberg og bætti við: „Þið eigið eftir að sjá mitt besta og ég kem fljótt aftur,“ sagði Ada Hegerberg en hún er 24 ára gömul. Lyon striker Ada Hegerberg is set to miss at least the remainder of this season through injury. Full storyhttps://t.co/Tl3lSirecQpic.twitter.com/CXLlxpIHEx— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2020 Ada Hegerberg hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð með Lyon og hún hefur unnið þrettán stóra titla á fyrstu fimm tímabilum sínum með franska liðinu þar sem hún hefur skorað 216 mörk í 177 leikjum. Lyon er á góðri leið með að vinna fleiri titla á þessu tímabili en félagið er með þriggja stiga forskot á Paris Saint Germain í frönsku deildinni og er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ada Hegerberg hefur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar og 9 af 49 mörkum hennar í Meistaradeildinni hafa komið á þessu tímabili. Hún er með 14 mörk í 12 deildarleikjum og alls 23 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hafa ekki áhrif á norska landsliðið því Ada Hegerberg hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið síðan árið 2017. Hún skoraði 38 mörk fyrir Noreg frá 2011 til 2017.
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira