Skoðun

Hver má eiga pening?

Sólveig Kristjánsdóttir skrifar

Á hverjum degi hjálpar fjöldi fólks mér, það passar börnin mín og menntar þau, það afgreiðir mig í verslunum, hirðir sorpið hjá mér og sér til þess að ég komist leiðar minnar.

Samfélagið er byggt upp eins og net þar sem sérhver hnútur er nauðsynlegur svo aðrir hnútar losni ekki og netið rakni upp. Til að allt gangi hjálpumst við að. En margir sem sinna grunnþörfum okkar fá lág laun. Það er stundum afsakað með því að þau hafi ekki menntun á því sviði sem þau starfa við. Ef þau bara myndu mennta sig þá fengju þau hærri laun.

Okkur finnst samt sjálfsagt að ómenntað fólk sinni þessu störfum og samfélagið gerir ráð fyrir því. Enda gætum við hin ekki sinnt okkar störfum án þeirra, og án þeirra væri ekki hægt að reka það velferðarsamfélag sem við flest viljum. Við gegnum öll mikilvægum störfum, faglærð eða ófaglærð.

Við þurfum líka öll að geta lifað á laununum okkar. Og til að samfélagsnetið rakni ekki upp þurfum við að vera tilbúin til að borga nóg til að allir geti sinnt því sem við ætlumst til af þeim. Við þurfum öll hvert á öðru að halda og höfum efni á því að sýna það í verki.

Höfundur er sálfræðingur.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×