Hvað breytist í dag? Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 07:04 Margir verða eflaust fegnir að komast í klippingu. Vísir/vilhelm Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira