Gíslataka í Sydney Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2014 00:12 Í það minnsta tólf manns er nú haldið í gíslingu af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa umkringt kaffihúsið. Nokkrir af gíslunum hafa verið þvingaðir til að standa fyrir gluggum kaffihússins og halda uppi svörtum fána með áletrun. Þetta er það sem við vitum um ástandið:Starfsfólk og viðskiptavinir á Lindt Cafe í Martin Place, í Sydney, voru teknir gíslingu um klukkan 9.45 í morgun að áströlskum tíma. Ekki liggur fyrir hversu mörgum gíslum er haldið en fjórir hafa sést.Aðeins hefur sést til eins vopnaðs manns inni á kaffihúsinu.Svörtum fána með hvítri áletrun hefur verið settur upp við glugga kaffihússins. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Ekki er um að ræða fána hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. Öryggisráð ríkisstjórnar Ástralíu hefur verið kallað til fundar vegna stöðunnar. Byggingar í nágrenni við kaffihúsið, sem staðsett er í miðju fjármálahverfis borgarinnar, hafa verið rýmdar. Lögregla hefur sagt fólki í nærliggjandi götum að halda sig inni og frá gluggum. Óperuhúsið í Sydney hefur einnig verið rýmt en það er í um kílómeters fjarlægð frá kaffihúsinu. Forsætisráðherra Ástralíu hefur upplýst að ekki liggur fyrir um hvað rekur gíslatökumanninn áfram.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá ABC News í spilaranum hér að neðan. Nánari umfjöllun heldur áfram fyrir neðan spilarann.Þrír gíslar í glugganum Árásin átti sér stað kringum klukkan tíu að áströlskum tíma. Í gluggum verslunarinnar má sjá þrjár manneskjur standa með hendur upp að glugganum. Nákvæmur fjöldi gísla hefur ekki fengist staðfestur. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Búið er að rýma Óperuhúsið í Sydeny sem er í um kílómeters fjarlgæð frá Martin Place, þar sem gíslunum er haldið, sem er í miðju fjármálahverfi borgarinnar.Vita ekki ástæður gíslatökunnar„Við vitum ekki enn hvað rekur gerandann áfram,“ sagði Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Hann sagði þó að vísbendingar bentu til þess að pólitískar ástæður lægju að baki. „Ástralía er friðsælt opið og gjafmilt samfélag. Ekkert á að breyta því og því hvet ég alla ástrali til að halda áfram sínu daglega lífi,“ sagði hann en bætti við að ef einhver kunni að ahfa upplýsingar skuli sá hinn sami hafa samband við yfirvöld.Abbott vildi ekki svara spurningum fjölmiðla eftir að hann gaf yfirlýsingu sína. Vísaði hann á lögregluyfirvöld í New South Wales.Reyna að ná sambandiLögregluyfirvöld í New South Wals, ríkinu þar sem Sydney er, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að unnið sé að því að ná sambandi við gíslatökumanninn. „Nokkrar skrifstofur í nágrenninu hafa verið rýmdar til öryggis,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er fólk í nærliggjandi götum sagt að halda sig innandyra og frá gluggum. Lögreglan hvetur fólk til að halda ró sinni. Þá beinir lögreglan þeim tilmælum til fjölmiðla að vera ekki með getgátur uppi um ástandið; það gæti valdið óþarfa ótta.Styðja aðgerðir gegn ISISÁstralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Líklegt þykir að stuðningsmenn ISIS séu á bak við gíslatökuna. Óstaðfestar fregnir herma að maður hafi hringt í útvarpsstöðvar í Sydney og heimtað að fá að tala við Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Sérstök samningateymi vinna nú að því að ná sambandi við þá sem halda fólkinu föngnu. Lögreglan í borginni hefur vígbúist og girt nærliggjandi svæði af. Einnig hafa helstu byggingar borgarinnar verið rýmdar. Helstu lestarstöðvar hafa verið rýmdar en fregnir herma að gíslatökumaðurinn hafi skilið fjórar sprengjur eftir sig í borginni. Flugumferð var stöðvuð í skamma stund en hefur hafist á nýja leik. Flug mun halda áfram að öllu óbreyttu.Öryggisráð Ástralíu kallað tilForsætisráðherra landsins, Tony Abbott, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að alríkisstjórnin muni gera allt sem hún getur til að aðstoða stjórnvöld í New South Walse, sem er ríkið þar sem Sydney-borg er, með öllum mögulegum leiðum. Öryggisráð ríkisstjórnarinnar hefur verið upplýst sérstaklega um ástandið. „Það er augljóslega um mjög alvarlegan atburð að ræða en allir Ástralir mega vera fullvissir um að lögreglulið okkar og leyniþjónsta eru vel þjálfaðar og búnar og eru að bregðast við aðstæðum af nákvæmni og fagmennsku,“ segir Abbott meðal annars í yfirlýsingunni. Slapp fyrir horn„Ég kom hérna klukkan korter í tíu og ætlaði að fara inn en þá var læst. Það er mjög skrítið því hér er aldrei læst. Ég kíkti á gluggana og þá sá ég að allir sátu nema einn og allt virtist mjög þvingað,“ segir starfsmaður kaffihússins í samtali við ástralska sjónvarpsstöð. Í dag mætti hann aðeins of seint til vinnu. „Ég myndi frekar vilja vera þarna inni með þeim heldur en að þurfa að vera hér úti og vita ekki hvað er í gangi.“"@RT_com: Sydney gunman caught on camera, a middle-aged man wearing Islamic lettering bandana http://t.co/tKbNNfCjgP pic.twitter.com/QBVvQsYYwN"— eric sasono (@ericsasono) December 15, 2014 MT @MsIntervention: Different variations of Shahada flag. One used by #Sydney terrorists looks like Jabhat Al Nusra. pic.twitter.com/RuP8UbQS1d— Steve Herman (@W7VOA) December 15, 2014 BREAKING: Gunmen displaying Islamist flag take hostages in Sydney http://t.co/xbyDZjiW6Y pic.twitter.com/lRulQ1CxFi— VICE News (@vicenews) December 15, 2014 Armed police swarming around a Sydney cafe where Islamic gunmen have taken 12 hostages: http://t.co/1uxDHFLDAK pic.twitter.com/ErOKt77p9L— PerthNow (@perthnow) December 15, 2014 Post by Peter Dickson. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Í það minnsta tólf manns er nú haldið í gíslingu af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa umkringt kaffihúsið. Nokkrir af gíslunum hafa verið þvingaðir til að standa fyrir gluggum kaffihússins og halda uppi svörtum fána með áletrun. Þetta er það sem við vitum um ástandið:Starfsfólk og viðskiptavinir á Lindt Cafe í Martin Place, í Sydney, voru teknir gíslingu um klukkan 9.45 í morgun að áströlskum tíma. Ekki liggur fyrir hversu mörgum gíslum er haldið en fjórir hafa sést.Aðeins hefur sést til eins vopnaðs manns inni á kaffihúsinu.Svörtum fána með hvítri áletrun hefur verið settur upp við glugga kaffihússins. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Ekki er um að ræða fána hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. Öryggisráð ríkisstjórnar Ástralíu hefur verið kallað til fundar vegna stöðunnar. Byggingar í nágrenni við kaffihúsið, sem staðsett er í miðju fjármálahverfis borgarinnar, hafa verið rýmdar. Lögregla hefur sagt fólki í nærliggjandi götum að halda sig inni og frá gluggum. Óperuhúsið í Sydney hefur einnig verið rýmt en það er í um kílómeters fjarlægð frá kaffihúsinu. Forsætisráðherra Ástralíu hefur upplýst að ekki liggur fyrir um hvað rekur gíslatökumanninn áfram.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá ABC News í spilaranum hér að neðan. Nánari umfjöllun heldur áfram fyrir neðan spilarann.Þrír gíslar í glugganum Árásin átti sér stað kringum klukkan tíu að áströlskum tíma. Í gluggum verslunarinnar má sjá þrjár manneskjur standa með hendur upp að glugganum. Nákvæmur fjöldi gísla hefur ekki fengist staðfestur. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Búið er að rýma Óperuhúsið í Sydeny sem er í um kílómeters fjarlgæð frá Martin Place, þar sem gíslunum er haldið, sem er í miðju fjármálahverfi borgarinnar.Vita ekki ástæður gíslatökunnar„Við vitum ekki enn hvað rekur gerandann áfram,“ sagði Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Hann sagði þó að vísbendingar bentu til þess að pólitískar ástæður lægju að baki. „Ástralía er friðsælt opið og gjafmilt samfélag. Ekkert á að breyta því og því hvet ég alla ástrali til að halda áfram sínu daglega lífi,“ sagði hann en bætti við að ef einhver kunni að ahfa upplýsingar skuli sá hinn sami hafa samband við yfirvöld.Abbott vildi ekki svara spurningum fjölmiðla eftir að hann gaf yfirlýsingu sína. Vísaði hann á lögregluyfirvöld í New South Wales.Reyna að ná sambandiLögregluyfirvöld í New South Wals, ríkinu þar sem Sydney er, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að unnið sé að því að ná sambandi við gíslatökumanninn. „Nokkrar skrifstofur í nágrenninu hafa verið rýmdar til öryggis,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er fólk í nærliggjandi götum sagt að halda sig innandyra og frá gluggum. Lögreglan hvetur fólk til að halda ró sinni. Þá beinir lögreglan þeim tilmælum til fjölmiðla að vera ekki með getgátur uppi um ástandið; það gæti valdið óþarfa ótta.Styðja aðgerðir gegn ISISÁstralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Líklegt þykir að stuðningsmenn ISIS séu á bak við gíslatökuna. Óstaðfestar fregnir herma að maður hafi hringt í útvarpsstöðvar í Sydney og heimtað að fá að tala við Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Sérstök samningateymi vinna nú að því að ná sambandi við þá sem halda fólkinu föngnu. Lögreglan í borginni hefur vígbúist og girt nærliggjandi svæði af. Einnig hafa helstu byggingar borgarinnar verið rýmdar. Helstu lestarstöðvar hafa verið rýmdar en fregnir herma að gíslatökumaðurinn hafi skilið fjórar sprengjur eftir sig í borginni. Flugumferð var stöðvuð í skamma stund en hefur hafist á nýja leik. Flug mun halda áfram að öllu óbreyttu.Öryggisráð Ástralíu kallað tilForsætisráðherra landsins, Tony Abbott, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að alríkisstjórnin muni gera allt sem hún getur til að aðstoða stjórnvöld í New South Walse, sem er ríkið þar sem Sydney-borg er, með öllum mögulegum leiðum. Öryggisráð ríkisstjórnarinnar hefur verið upplýst sérstaklega um ástandið. „Það er augljóslega um mjög alvarlegan atburð að ræða en allir Ástralir mega vera fullvissir um að lögreglulið okkar og leyniþjónsta eru vel þjálfaðar og búnar og eru að bregðast við aðstæðum af nákvæmni og fagmennsku,“ segir Abbott meðal annars í yfirlýsingunni. Slapp fyrir horn„Ég kom hérna klukkan korter í tíu og ætlaði að fara inn en þá var læst. Það er mjög skrítið því hér er aldrei læst. Ég kíkti á gluggana og þá sá ég að allir sátu nema einn og allt virtist mjög þvingað,“ segir starfsmaður kaffihússins í samtali við ástralska sjónvarpsstöð. Í dag mætti hann aðeins of seint til vinnu. „Ég myndi frekar vilja vera þarna inni með þeim heldur en að þurfa að vera hér úti og vita ekki hvað er í gangi.“"@RT_com: Sydney gunman caught on camera, a middle-aged man wearing Islamic lettering bandana http://t.co/tKbNNfCjgP pic.twitter.com/QBVvQsYYwN"— eric sasono (@ericsasono) December 15, 2014 MT @MsIntervention: Different variations of Shahada flag. One used by #Sydney terrorists looks like Jabhat Al Nusra. pic.twitter.com/RuP8UbQS1d— Steve Herman (@W7VOA) December 15, 2014 BREAKING: Gunmen displaying Islamist flag take hostages in Sydney http://t.co/xbyDZjiW6Y pic.twitter.com/lRulQ1CxFi— VICE News (@vicenews) December 15, 2014 Armed police swarming around a Sydney cafe where Islamic gunmen have taken 12 hostages: http://t.co/1uxDHFLDAK pic.twitter.com/ErOKt77p9L— PerthNow (@perthnow) December 15, 2014 Post by Peter Dickson.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira