Gíslataka í Sydney Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2014 00:12 Í það minnsta tólf manns er nú haldið í gíslingu af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa umkringt kaffihúsið. Nokkrir af gíslunum hafa verið þvingaðir til að standa fyrir gluggum kaffihússins og halda uppi svörtum fána með áletrun. Þetta er það sem við vitum um ástandið:Starfsfólk og viðskiptavinir á Lindt Cafe í Martin Place, í Sydney, voru teknir gíslingu um klukkan 9.45 í morgun að áströlskum tíma. Ekki liggur fyrir hversu mörgum gíslum er haldið en fjórir hafa sést.Aðeins hefur sést til eins vopnaðs manns inni á kaffihúsinu.Svörtum fána með hvítri áletrun hefur verið settur upp við glugga kaffihússins. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Ekki er um að ræða fána hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. Öryggisráð ríkisstjórnar Ástralíu hefur verið kallað til fundar vegna stöðunnar. Byggingar í nágrenni við kaffihúsið, sem staðsett er í miðju fjármálahverfis borgarinnar, hafa verið rýmdar. Lögregla hefur sagt fólki í nærliggjandi götum að halda sig inni og frá gluggum. Óperuhúsið í Sydney hefur einnig verið rýmt en það er í um kílómeters fjarlægð frá kaffihúsinu. Forsætisráðherra Ástralíu hefur upplýst að ekki liggur fyrir um hvað rekur gíslatökumanninn áfram.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá ABC News í spilaranum hér að neðan. Nánari umfjöllun heldur áfram fyrir neðan spilarann.Þrír gíslar í glugganum Árásin átti sér stað kringum klukkan tíu að áströlskum tíma. Í gluggum verslunarinnar má sjá þrjár manneskjur standa með hendur upp að glugganum. Nákvæmur fjöldi gísla hefur ekki fengist staðfestur. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Búið er að rýma Óperuhúsið í Sydeny sem er í um kílómeters fjarlgæð frá Martin Place, þar sem gíslunum er haldið, sem er í miðju fjármálahverfi borgarinnar.Vita ekki ástæður gíslatökunnar„Við vitum ekki enn hvað rekur gerandann áfram,“ sagði Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Hann sagði þó að vísbendingar bentu til þess að pólitískar ástæður lægju að baki. „Ástralía er friðsælt opið og gjafmilt samfélag. Ekkert á að breyta því og því hvet ég alla ástrali til að halda áfram sínu daglega lífi,“ sagði hann en bætti við að ef einhver kunni að ahfa upplýsingar skuli sá hinn sami hafa samband við yfirvöld.Abbott vildi ekki svara spurningum fjölmiðla eftir að hann gaf yfirlýsingu sína. Vísaði hann á lögregluyfirvöld í New South Wales.Reyna að ná sambandiLögregluyfirvöld í New South Wals, ríkinu þar sem Sydney er, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að unnið sé að því að ná sambandi við gíslatökumanninn. „Nokkrar skrifstofur í nágrenninu hafa verið rýmdar til öryggis,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er fólk í nærliggjandi götum sagt að halda sig innandyra og frá gluggum. Lögreglan hvetur fólk til að halda ró sinni. Þá beinir lögreglan þeim tilmælum til fjölmiðla að vera ekki með getgátur uppi um ástandið; það gæti valdið óþarfa ótta.Styðja aðgerðir gegn ISISÁstralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Líklegt þykir að stuðningsmenn ISIS séu á bak við gíslatökuna. Óstaðfestar fregnir herma að maður hafi hringt í útvarpsstöðvar í Sydney og heimtað að fá að tala við Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Sérstök samningateymi vinna nú að því að ná sambandi við þá sem halda fólkinu föngnu. Lögreglan í borginni hefur vígbúist og girt nærliggjandi svæði af. Einnig hafa helstu byggingar borgarinnar verið rýmdar. Helstu lestarstöðvar hafa verið rýmdar en fregnir herma að gíslatökumaðurinn hafi skilið fjórar sprengjur eftir sig í borginni. Flugumferð var stöðvuð í skamma stund en hefur hafist á nýja leik. Flug mun halda áfram að öllu óbreyttu.Öryggisráð Ástralíu kallað tilForsætisráðherra landsins, Tony Abbott, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að alríkisstjórnin muni gera allt sem hún getur til að aðstoða stjórnvöld í New South Walse, sem er ríkið þar sem Sydney-borg er, með öllum mögulegum leiðum. Öryggisráð ríkisstjórnarinnar hefur verið upplýst sérstaklega um ástandið. „Það er augljóslega um mjög alvarlegan atburð að ræða en allir Ástralir mega vera fullvissir um að lögreglulið okkar og leyniþjónsta eru vel þjálfaðar og búnar og eru að bregðast við aðstæðum af nákvæmni og fagmennsku,“ segir Abbott meðal annars í yfirlýsingunni. Slapp fyrir horn„Ég kom hérna klukkan korter í tíu og ætlaði að fara inn en þá var læst. Það er mjög skrítið því hér er aldrei læst. Ég kíkti á gluggana og þá sá ég að allir sátu nema einn og allt virtist mjög þvingað,“ segir starfsmaður kaffihússins í samtali við ástralska sjónvarpsstöð. Í dag mætti hann aðeins of seint til vinnu. „Ég myndi frekar vilja vera þarna inni með þeim heldur en að þurfa að vera hér úti og vita ekki hvað er í gangi.“"@RT_com: Sydney gunman caught on camera, a middle-aged man wearing Islamic lettering bandana http://t.co/tKbNNfCjgP pic.twitter.com/QBVvQsYYwN"— eric sasono (@ericsasono) December 15, 2014 MT @MsIntervention: Different variations of Shahada flag. One used by #Sydney terrorists looks like Jabhat Al Nusra. pic.twitter.com/RuP8UbQS1d— Steve Herman (@W7VOA) December 15, 2014 BREAKING: Gunmen displaying Islamist flag take hostages in Sydney http://t.co/xbyDZjiW6Y pic.twitter.com/lRulQ1CxFi— VICE News (@vicenews) December 15, 2014 Armed police swarming around a Sydney cafe where Islamic gunmen have taken 12 hostages: http://t.co/1uxDHFLDAK pic.twitter.com/ErOKt77p9L— PerthNow (@perthnow) December 15, 2014 Post by Peter Dickson. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Í það minnsta tólf manns er nú haldið í gíslingu af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa umkringt kaffihúsið. Nokkrir af gíslunum hafa verið þvingaðir til að standa fyrir gluggum kaffihússins og halda uppi svörtum fána með áletrun. Þetta er það sem við vitum um ástandið:Starfsfólk og viðskiptavinir á Lindt Cafe í Martin Place, í Sydney, voru teknir gíslingu um klukkan 9.45 í morgun að áströlskum tíma. Ekki liggur fyrir hversu mörgum gíslum er haldið en fjórir hafa sést.Aðeins hefur sést til eins vopnaðs manns inni á kaffihúsinu.Svörtum fána með hvítri áletrun hefur verið settur upp við glugga kaffihússins. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Ekki er um að ræða fána hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. Öryggisráð ríkisstjórnar Ástralíu hefur verið kallað til fundar vegna stöðunnar. Byggingar í nágrenni við kaffihúsið, sem staðsett er í miðju fjármálahverfis borgarinnar, hafa verið rýmdar. Lögregla hefur sagt fólki í nærliggjandi götum að halda sig inni og frá gluggum. Óperuhúsið í Sydney hefur einnig verið rýmt en það er í um kílómeters fjarlægð frá kaffihúsinu. Forsætisráðherra Ástralíu hefur upplýst að ekki liggur fyrir um hvað rekur gíslatökumanninn áfram.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá ABC News í spilaranum hér að neðan. Nánari umfjöllun heldur áfram fyrir neðan spilarann.Þrír gíslar í glugganum Árásin átti sér stað kringum klukkan tíu að áströlskum tíma. Í gluggum verslunarinnar má sjá þrjár manneskjur standa með hendur upp að glugganum. Nákvæmur fjöldi gísla hefur ekki fengist staðfestur. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans. Búið er að rýma Óperuhúsið í Sydeny sem er í um kílómeters fjarlgæð frá Martin Place, þar sem gíslunum er haldið, sem er í miðju fjármálahverfi borgarinnar.Vita ekki ástæður gíslatökunnar„Við vitum ekki enn hvað rekur gerandann áfram,“ sagði Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Hann sagði þó að vísbendingar bentu til þess að pólitískar ástæður lægju að baki. „Ástralía er friðsælt opið og gjafmilt samfélag. Ekkert á að breyta því og því hvet ég alla ástrali til að halda áfram sínu daglega lífi,“ sagði hann en bætti við að ef einhver kunni að ahfa upplýsingar skuli sá hinn sami hafa samband við yfirvöld.Abbott vildi ekki svara spurningum fjölmiðla eftir að hann gaf yfirlýsingu sína. Vísaði hann á lögregluyfirvöld í New South Wales.Reyna að ná sambandiLögregluyfirvöld í New South Wals, ríkinu þar sem Sydney er, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að unnið sé að því að ná sambandi við gíslatökumanninn. „Nokkrar skrifstofur í nágrenninu hafa verið rýmdar til öryggis,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er fólk í nærliggjandi götum sagt að halda sig innandyra og frá gluggum. Lögreglan hvetur fólk til að halda ró sinni. Þá beinir lögreglan þeim tilmælum til fjölmiðla að vera ekki með getgátur uppi um ástandið; það gæti valdið óþarfa ótta.Styðja aðgerðir gegn ISISÁstralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Líklegt þykir að stuðningsmenn ISIS séu á bak við gíslatökuna. Óstaðfestar fregnir herma að maður hafi hringt í útvarpsstöðvar í Sydney og heimtað að fá að tala við Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Sérstök samningateymi vinna nú að því að ná sambandi við þá sem halda fólkinu föngnu. Lögreglan í borginni hefur vígbúist og girt nærliggjandi svæði af. Einnig hafa helstu byggingar borgarinnar verið rýmdar. Helstu lestarstöðvar hafa verið rýmdar en fregnir herma að gíslatökumaðurinn hafi skilið fjórar sprengjur eftir sig í borginni. Flugumferð var stöðvuð í skamma stund en hefur hafist á nýja leik. Flug mun halda áfram að öllu óbreyttu.Öryggisráð Ástralíu kallað tilForsætisráðherra landsins, Tony Abbott, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að alríkisstjórnin muni gera allt sem hún getur til að aðstoða stjórnvöld í New South Walse, sem er ríkið þar sem Sydney-borg er, með öllum mögulegum leiðum. Öryggisráð ríkisstjórnarinnar hefur verið upplýst sérstaklega um ástandið. „Það er augljóslega um mjög alvarlegan atburð að ræða en allir Ástralir mega vera fullvissir um að lögreglulið okkar og leyniþjónsta eru vel þjálfaðar og búnar og eru að bregðast við aðstæðum af nákvæmni og fagmennsku,“ segir Abbott meðal annars í yfirlýsingunni. Slapp fyrir horn„Ég kom hérna klukkan korter í tíu og ætlaði að fara inn en þá var læst. Það er mjög skrítið því hér er aldrei læst. Ég kíkti á gluggana og þá sá ég að allir sátu nema einn og allt virtist mjög þvingað,“ segir starfsmaður kaffihússins í samtali við ástralska sjónvarpsstöð. Í dag mætti hann aðeins of seint til vinnu. „Ég myndi frekar vilja vera þarna inni með þeim heldur en að þurfa að vera hér úti og vita ekki hvað er í gangi.“"@RT_com: Sydney gunman caught on camera, a middle-aged man wearing Islamic lettering bandana http://t.co/tKbNNfCjgP pic.twitter.com/QBVvQsYYwN"— eric sasono (@ericsasono) December 15, 2014 MT @MsIntervention: Different variations of Shahada flag. One used by #Sydney terrorists looks like Jabhat Al Nusra. pic.twitter.com/RuP8UbQS1d— Steve Herman (@W7VOA) December 15, 2014 BREAKING: Gunmen displaying Islamist flag take hostages in Sydney http://t.co/xbyDZjiW6Y pic.twitter.com/lRulQ1CxFi— VICE News (@vicenews) December 15, 2014 Armed police swarming around a Sydney cafe where Islamic gunmen have taken 12 hostages: http://t.co/1uxDHFLDAK pic.twitter.com/ErOKt77p9L— PerthNow (@perthnow) December 15, 2014 Post by Peter Dickson.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent