Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Ragga Nagli skrifar 4. maí 2020 10:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00