Reyna að bjarga Air France og Norwegian Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Norwegian rambar nú, líkt og fleiri flugfélög, á barmi gjaldþrots. Nordicphotos/Getty Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30
Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47