Kjarasamning STRAX! Sandra B. Franks skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun