Nýju, bláu vegabréf Breta verða framleidd í Póllandi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 08:22 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti vegabréfin í gær. Breska innanríkisráðuneytið Störf um tvö hundruð starfsmanna bresks vegabréfaframleiðanda eru sögð vera í hættu eftir að framleiðandi frá meginlandi Evrópu bauð best í útboði um framleiðslu á nýjum vegabréfum. Nýju, bresku vegabréfin verða framleidd í Póllandi. Breska blaðið Times segir frá því að breska fyrirtækið De La Rue þurfi líklega að segja upp 170 manns eftir að hollensk-franska fyrirtækið Thales, með starfsemi í Póllandi, hafði betur í útboði um framleiðslu á um 50 milljónum breskra vegabréfa. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að horfið yrði frá vínrauðu kápunum á breskum vegabréfum og horfið aftur til þeirra bláu. Bresk vegabréf voru blá fram á níunda áratuginn þegar aðildarríki ESB ákváðu að samræma útlit þeirra. Sagði innanríkisráðherrann Priti Patela að vegabréfin yrðu nú, eftir útgöngu Bretlands úr ESB, aftur samofin breskri þjóðarvitund. Netverjar hafa hæðst að þessari þróun mála, enda voru ein helsta röksemd Brexit-sinna fyrir útgöngu að tryggja Bretum störf og auka tekjurmöguleika. Irony goes supercharged as the new blue passport is made in Poland by French/Dutch firm and UK passport maker De La Rue left at risk and laying people off. I don’t recall the slogan ‘British jobs for Polish workers’ but here it is in action. Somehow this is a success. pic.twitter.com/ISEkymAump— Paul Lewis (@paullewismoney) February 22, 2020 Breska ríkisstjórnin birti í gær mynd af Boris Johnson forsætisráðherra þar sem hann heldur á bláu vegabréfi. Háðskur Twitter-notandi birti þá myndina með textanum: „Boris Johnson flýgur heim frá Póllandi eftir að hafa sótt nýja vegabréfið sitt.“ @BorisJohnson flies back from Poland having picked up his new passport. pic.twitter.com/cv8kCy9dgH— Doogs (@Doogsta) February 22, 2020 Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bláu vegabréfin snúa aftur í Bretlandi í næsta mánuði Síðustu áratugi hafa Bretar gefið út vegabréf með vínrauðri kápu, en sökum nýlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið ákveðið að snúa aftur til þeirra bláu. 22. febrúar 2020 13:22 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Störf um tvö hundruð starfsmanna bresks vegabréfaframleiðanda eru sögð vera í hættu eftir að framleiðandi frá meginlandi Evrópu bauð best í útboði um framleiðslu á nýjum vegabréfum. Nýju, bresku vegabréfin verða framleidd í Póllandi. Breska blaðið Times segir frá því að breska fyrirtækið De La Rue þurfi líklega að segja upp 170 manns eftir að hollensk-franska fyrirtækið Thales, með starfsemi í Póllandi, hafði betur í útboði um framleiðslu á um 50 milljónum breskra vegabréfa. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að horfið yrði frá vínrauðu kápunum á breskum vegabréfum og horfið aftur til þeirra bláu. Bresk vegabréf voru blá fram á níunda áratuginn þegar aðildarríki ESB ákváðu að samræma útlit þeirra. Sagði innanríkisráðherrann Priti Patela að vegabréfin yrðu nú, eftir útgöngu Bretlands úr ESB, aftur samofin breskri þjóðarvitund. Netverjar hafa hæðst að þessari þróun mála, enda voru ein helsta röksemd Brexit-sinna fyrir útgöngu að tryggja Bretum störf og auka tekjurmöguleika. Irony goes supercharged as the new blue passport is made in Poland by French/Dutch firm and UK passport maker De La Rue left at risk and laying people off. I don’t recall the slogan ‘British jobs for Polish workers’ but here it is in action. Somehow this is a success. pic.twitter.com/ISEkymAump— Paul Lewis (@paullewismoney) February 22, 2020 Breska ríkisstjórnin birti í gær mynd af Boris Johnson forsætisráðherra þar sem hann heldur á bláu vegabréfi. Háðskur Twitter-notandi birti þá myndina með textanum: „Boris Johnson flýgur heim frá Póllandi eftir að hafa sótt nýja vegabréfið sitt.“ @BorisJohnson flies back from Poland having picked up his new passport. pic.twitter.com/cv8kCy9dgH— Doogs (@Doogsta) February 22, 2020
Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bláu vegabréfin snúa aftur í Bretlandi í næsta mánuði Síðustu áratugi hafa Bretar gefið út vegabréf með vínrauðri kápu, en sökum nýlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið ákveðið að snúa aftur til þeirra bláu. 22. febrúar 2020 13:22 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Bláu vegabréfin snúa aftur í Bretlandi í næsta mánuði Síðustu áratugi hafa Bretar gefið út vegabréf með vínrauðri kápu, en sökum nýlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið ákveðið að snúa aftur til þeirra bláu. 22. febrúar 2020 13:22