Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2020 23:30 Frá Missouri í Bandaríkjunum þar sem tveggja metra reglan er virt. (AP/Charlie Riedel) Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. Þetta er meðal þess sem uppfært líkan á vegum háskólanum í Washington spáir. Síðasta spá sem gerð var 17. apríl síðastliðinn gerði ráð fyrir 60 þúsund dauðsföllum í Bandaríkjunum þangað til 4. ágúst næstkomandi. Nýjasta spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt að 135 þúsund dauðsföllum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Alls stefna 31 ríki Bandaríkjanna á einhvers konar tilslakanir á þeim aðgerðum sem settar hafa verið á til þess að stemma í stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hin nýja spá tekur þetta með í reikninginn og reiknar með að tilslökununum fylgi meiri samgangur á milli fólks, sem geti auðveldað veirunni að dreifa sér. Hvíta húsið hefur nýtt sér spálíkanið frá Washington-háskóla til þess að átta sig á stöðunni í Bandaríkjunum. Í minnisblaði sem verið hefur í dreifingu innan Hvíta hússins og New York Times birti í dag kemur fram að reiknað sé með að allt að þrjú þúsund manns muni láta lífið á hverjum degi áður en maí er úti. Á sama tíma hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatt ríki til þess að slaka á boðum og bönnum í tengslum við faraldurinn svo koma megi efnahag Bandaríkjanna aftur í gang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. Þetta er meðal þess sem uppfært líkan á vegum háskólanum í Washington spáir. Síðasta spá sem gerð var 17. apríl síðastliðinn gerði ráð fyrir 60 þúsund dauðsföllum í Bandaríkjunum þangað til 4. ágúst næstkomandi. Nýjasta spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt að 135 þúsund dauðsföllum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Alls stefna 31 ríki Bandaríkjanna á einhvers konar tilslakanir á þeim aðgerðum sem settar hafa verið á til þess að stemma í stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hin nýja spá tekur þetta með í reikninginn og reiknar með að tilslökununum fylgi meiri samgangur á milli fólks, sem geti auðveldað veirunni að dreifa sér. Hvíta húsið hefur nýtt sér spálíkanið frá Washington-háskóla til þess að átta sig á stöðunni í Bandaríkjunum. Í minnisblaði sem verið hefur í dreifingu innan Hvíta hússins og New York Times birti í dag kemur fram að reiknað sé með að allt að þrjú þúsund manns muni láta lífið á hverjum degi áður en maí er úti. Á sama tíma hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatt ríki til þess að slaka á boðum og bönnum í tengslum við faraldurinn svo koma megi efnahag Bandaríkjanna aftur í gang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02