Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. Vísir/Stefán Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starfsemi sem grundvallast á lagalegum skyldum í útvarpslögum. Þar kemur fram að ef fyrirhuguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyting á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaðamaður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrárgerð. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niðurskurð. „Við höfum verið algerlega samstíga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um Ríkisútvarpið sem er að mínu mati ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Við erum ekki að fara fram á hækkun á útvarpsgjaldi, heldur er óskað eftir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt. Við vörum við þeirri miklu breytingu á starfsemi Ríkisútvapsins sem verður ef þessi lækkun gengur í gegn. Ef að gjaldið verður lækkað þá mun það gerbreyta Ríkisútvarpinu og hafa mjög mikil áhrif á starfsemina. Það er eitthvað sem landsmenn allir muni sjá og finna fyrir. Mér er mjög til efs að það sé mynd sem þjóðinni hugnast enda hefur þjóðin ítrekað staðfest að hún vill að staðinn sé vörður um Ríkisútvarp okkar allra. Staðan er grafalvarleg en við erum þó enn bjartsýn á að menn fallist á að standa vörð um Ríkisútvarpið.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starfsemi sem grundvallast á lagalegum skyldum í útvarpslögum. Þar kemur fram að ef fyrirhuguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyting á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaðamaður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrárgerð. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niðurskurð. „Við höfum verið algerlega samstíga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um Ríkisútvarpið sem er að mínu mati ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Við erum ekki að fara fram á hækkun á útvarpsgjaldi, heldur er óskað eftir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt. Við vörum við þeirri miklu breytingu á starfsemi Ríkisútvapsins sem verður ef þessi lækkun gengur í gegn. Ef að gjaldið verður lækkað þá mun það gerbreyta Ríkisútvarpinu og hafa mjög mikil áhrif á starfsemina. Það er eitthvað sem landsmenn allir muni sjá og finna fyrir. Mér er mjög til efs að það sé mynd sem þjóðinni hugnast enda hefur þjóðin ítrekað staðfest að hún vill að staðinn sé vörður um Ríkisútvarp okkar allra. Staðan er grafalvarleg en við erum þó enn bjartsýn á að menn fallist á að standa vörð um Ríkisútvarpið.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira