Ólympíumeistari fær ekki einu sinni skóstyrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2013 17:30 Greg Rutherford fagnar gulli sínu í London síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir." Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira