Lífið

Steindi og Hugleikur fluttu lag eftir Bubba á larphátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frekar vandræðalegt augnablik.
Frekar vandræðalegt augnablik.

Steinþór Hróar Steinþórsson fór á dögunum af stað með þættina Steinda Con. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim.

Steindi hefur nú þegar farið á ráðstefnu með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna.

Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni og var sá þáttur sýndur í þar síðustu viku. Í síðasta þætti skellti hann sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Þátturinn var sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2 og fundu þeir félagar sig vel.

Steindi heiðraði hátt setta konu innan samfélagsins með flutningu á laginu Serbinn m eftir Bubba Morthens. Flutningur Steinda var kannski ekki upp á marga fiska en hann náði samt sem áður að sjarma konuna upp úr skónum.

Síðar í seríunni á hann eftir að fara á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.

Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon.

Hér að neðan má sjá Steinda flytja lagið Serbinn í Steinda Con á föstudaginn.

Klippa: Steindi og Hugleikur fluttu lag eftir Bubba á larphátíð





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.