Christian Bale segir að það hafi næstum því liðið yfir sig vegna þess hversu erfitt var að anda í gegnum Batman-búninginn.
Bale leikur ofurhetjuna í þriðja sinn í nýjustu myndinni The Dark Knight Rises sem verður frumsýnd í sumar.
Í myndinni klæðist hann þröngum leðurbúningi, grímu og hálskraga í hlutverki Batmans.
„Þegar það er kalt í veðri verður hálskraginn mjög þröngur. Eftir nokkrar tökur var ég farinn að reyna að anda í gegnum nefið. Ég var farinn að sjá stjörnur og sagði:
„Þið verðið að taka þetta af mér"," sagði Bale við tímaritið Empire. Hann bætti því við hann hafi nokkrum sinnum verið sleginn í andlitið við upptökur á slagsmálaatriðum í myndinni.
Lífið