Dregið var í aðra umferð EHF-bikarkeppni kvenna nú í morgun en Íslandsmeistarar Fram eru á meðal þátttökuliða í keppninni.
Fram var heppið með andstæðing í annarri umferð þar sem að liðið mætir Olympia HC frá Lundúnum.
Olympia HC er ríkjandi Englandsmeistari í handbolta en íþróttin fékk mikla andlitslyftingu þar í landi eftir Ólympíuleikana í Lundúnum í fyrra.
Áætlað er að fyrri leikurinn fari fram ytra annað hvort 5. eða 6. október. Síðari leikurinn fer fram hér heima viku síðar.
Sigurvegarinn mætir ungverska liðinu Köfem Sport Club í þriðju umferð keppninnar.
Fram fer til Lundúna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn





Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn