Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista 10. júní 2013 08:07 Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira