Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson er frábær íþróttamaður og það kemur líklega fáum á óvart að hann hafi einnig verið öflugur inn á fótboltavellinum. EPA/PACO PUENTES Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Handbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Handbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira