Hörmuleg áhrif á stjórnkerfið Baldur Björnsson skrifar 5. maí 2020 09:30 Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem ferðastoppið hefur - og mun hafa - á íslenska stjórnkerfið, ríkið jafnt og sveitarfélögin. Ferðastoppið þýðir einfaldlega að embættismenn komast ekki mánuðum saman á mikilvæga fundi og ráðstefnur í útlöndum. Hvert mannsbarn áttar sig á því að þessi skortur á ferðalögum opinberra starfsmanna til útlanda færir þekkingu og vit í stjórnkerfinu aftur um ár og áratugi. Ferðalögin eru lífæðin Staðreyndin er sú að tíð ferðalög opinberra embættismanna og millistjórnenda til útlanda eru lífæð stjórnsýslunnar. Hvers virði er t.d. skrifstofustjóri í ráðuneyti sem ekki nær að endurtaka kvöldverð fyrri ára á góðum veitingastað í London með öðrum skrifstofustjórum í sambærilegum erlendum ráðuneytum? Tengslanetið hrynur. Hvers virði eru reglugerðir Evrópusambandsins ef lögfræðingar ríkis og sveitarfélaga geta ekki sótt kvöldverðarfundi um þær í Brussel? Hvernig eiga utanríkisráðherra og þingmenn að geta tjáð sig um mannréttindi og siðgæði ef þeir hafa ekki sótt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í tvær vikur? Hvað gerist ef ekkert verður af ferðum á samráðsfundi um norræna samvinnu í Tampere og Trondheim. Eða ef hittingur sem var með þingmönnum í Nýja Sjálandi korter íCovid verður ekki endurtekinn kortér yfir Covid? Hvað verður um dýrlegar veislur í sendiráðum eða fyrirlestra í Róm um hvatakerfi við útgáfu reglugerða ef enginn kemst þangað? Illa farið með borgarstjórann Verst fer ferðastoppið þó með Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Tíðar utanlandsferðir hans ásamt fríðu föruneyti hafa t.d. skapað dýrmæta þekkingu á lokun miðborgar fyrir bílaumferð. Að ekki sé talað um innsýn í sporvagnasamgöngur umfram Minør, en henni safnaði borgarstjórinn í yfirreið um Kaupmannahöfn, Strassborg og Vancouver. Ferð hans á loftslagsráðstefnuna í Suður-Kóreu var sérlega mikilvæg fyrir borgarbúa, en kannski ekki fyrir loftslagið. Ein best heppnaða utanlandsferð borgarfulltrúa og embættismanna var til San Francisco til að kynna sér bílastæðavandamál. Að vísu eru þau vandamál óleyst og verða það áfram þar til hægt verður að ferðast aftur um heiminn í leit að lausum bílastæðum. Ferðalög borgarstarfsmanna til að skoða enn einu sinni trjárækt í sólríkum miðborgum eru í útrýmingarhættu. Áhrif Pírataþingmanns lögð í rúst Af einstökum þingmönnum er ljóst að ferðastoppið fer afar illa með Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Án vafa er hún áhrifamesti þingmaður Íslendinga í útlöndum, með þátttöku sinni í laga- og mannréttindanefnd og jafnréttisnefnd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Á þeim vettvangi hefur rödd Íslands heyrst lágt og snjallt, ótt og títt. Tjónið er tvöfalt, þingmaðurinn tapar tengslum við raunveruleikann í útlöndum og erlendir kollegar verða af vísdómsorðum Píratans. Fjarfundir koma ekki í stað Vildarpunkta Fjarfundir á netinu og tölvupóstar leysa ekki af hólmi þann ávinning sem embættismenn fá með því að fljúga reglulega til útlanda, fá Vildarpunkta hjá Icelandair, gista á góðum hótelum, fá dagpeninga, mæta á fundi, heilsa fólki með handabandi, fá mynd af sér með hópnum og ná svo enn betri tengslum yfir kokteil og góðum dinner með úrvals víni. Aðeins þau persónulegu tengsl sem þannig myndast skapa grundvöllinn fyrir því að geta seinna meir beðið ritarann að senda tölvupóst og biðja um afrit af skýrslum og fundargerðum sem óvart duttu ofan í ruslafötuna á hótelherberginu. Má ekki festa sig í sessi Stjórnkerfið mun taka langan tíma að jafna sig á ferðalagaskortinum. Fráhvarfseinkenni geta orðið alvarleg, sérstaklega hjá millistjórnendum sem fara 6 sinnum eða oftar til útlanda í erindum stjórnsýslunnar og treysta á dagpeningatekjur. Framtíðin í þessum efnum er ekki björt. Mikil hætta er á að mestöll samskipti stjórnsýslunnar við útlendinga færist varanlega yfir á fjarfundi á netinu og tölvupóst. Það má ekki gerast ! Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem ferðastoppið hefur - og mun hafa - á íslenska stjórnkerfið, ríkið jafnt og sveitarfélögin. Ferðastoppið þýðir einfaldlega að embættismenn komast ekki mánuðum saman á mikilvæga fundi og ráðstefnur í útlöndum. Hvert mannsbarn áttar sig á því að þessi skortur á ferðalögum opinberra starfsmanna til útlanda færir þekkingu og vit í stjórnkerfinu aftur um ár og áratugi. Ferðalögin eru lífæðin Staðreyndin er sú að tíð ferðalög opinberra embættismanna og millistjórnenda til útlanda eru lífæð stjórnsýslunnar. Hvers virði er t.d. skrifstofustjóri í ráðuneyti sem ekki nær að endurtaka kvöldverð fyrri ára á góðum veitingastað í London með öðrum skrifstofustjórum í sambærilegum erlendum ráðuneytum? Tengslanetið hrynur. Hvers virði eru reglugerðir Evrópusambandsins ef lögfræðingar ríkis og sveitarfélaga geta ekki sótt kvöldverðarfundi um þær í Brussel? Hvernig eiga utanríkisráðherra og þingmenn að geta tjáð sig um mannréttindi og siðgæði ef þeir hafa ekki sótt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í tvær vikur? Hvað gerist ef ekkert verður af ferðum á samráðsfundi um norræna samvinnu í Tampere og Trondheim. Eða ef hittingur sem var með þingmönnum í Nýja Sjálandi korter íCovid verður ekki endurtekinn kortér yfir Covid? Hvað verður um dýrlegar veislur í sendiráðum eða fyrirlestra í Róm um hvatakerfi við útgáfu reglugerða ef enginn kemst þangað? Illa farið með borgarstjórann Verst fer ferðastoppið þó með Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Tíðar utanlandsferðir hans ásamt fríðu föruneyti hafa t.d. skapað dýrmæta þekkingu á lokun miðborgar fyrir bílaumferð. Að ekki sé talað um innsýn í sporvagnasamgöngur umfram Minør, en henni safnaði borgarstjórinn í yfirreið um Kaupmannahöfn, Strassborg og Vancouver. Ferð hans á loftslagsráðstefnuna í Suður-Kóreu var sérlega mikilvæg fyrir borgarbúa, en kannski ekki fyrir loftslagið. Ein best heppnaða utanlandsferð borgarfulltrúa og embættismanna var til San Francisco til að kynna sér bílastæðavandamál. Að vísu eru þau vandamál óleyst og verða það áfram þar til hægt verður að ferðast aftur um heiminn í leit að lausum bílastæðum. Ferðalög borgarstarfsmanna til að skoða enn einu sinni trjárækt í sólríkum miðborgum eru í útrýmingarhættu. Áhrif Pírataþingmanns lögð í rúst Af einstökum þingmönnum er ljóst að ferðastoppið fer afar illa með Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Án vafa er hún áhrifamesti þingmaður Íslendinga í útlöndum, með þátttöku sinni í laga- og mannréttindanefnd og jafnréttisnefnd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Á þeim vettvangi hefur rödd Íslands heyrst lágt og snjallt, ótt og títt. Tjónið er tvöfalt, þingmaðurinn tapar tengslum við raunveruleikann í útlöndum og erlendir kollegar verða af vísdómsorðum Píratans. Fjarfundir koma ekki í stað Vildarpunkta Fjarfundir á netinu og tölvupóstar leysa ekki af hólmi þann ávinning sem embættismenn fá með því að fljúga reglulega til útlanda, fá Vildarpunkta hjá Icelandair, gista á góðum hótelum, fá dagpeninga, mæta á fundi, heilsa fólki með handabandi, fá mynd af sér með hópnum og ná svo enn betri tengslum yfir kokteil og góðum dinner með úrvals víni. Aðeins þau persónulegu tengsl sem þannig myndast skapa grundvöllinn fyrir því að geta seinna meir beðið ritarann að senda tölvupóst og biðja um afrit af skýrslum og fundargerðum sem óvart duttu ofan í ruslafötuna á hótelherberginu. Má ekki festa sig í sessi Stjórnkerfið mun taka langan tíma að jafna sig á ferðalagaskortinum. Fráhvarfseinkenni geta orðið alvarleg, sérstaklega hjá millistjórnendum sem fara 6 sinnum eða oftar til útlanda í erindum stjórnsýslunnar og treysta á dagpeningatekjur. Framtíðin í þessum efnum er ekki björt. Mikil hætta er á að mestöll samskipti stjórnsýslunnar við útlendinga færist varanlega yfir á fjarfundi á netinu og tölvupóst. Það má ekki gerast ! Höfundur er iðnaðarmaður.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar