Hvass en umhyggjusamur maður sem hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2020 11:29 Flestir Íslendingar þekkja röddina sem heyrðist í áratugi í útvarpstækjum landsmanna. Gissur kvaddi 5. apríl. Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann. Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi Sjá meira
Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann.
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi Sjá meira