Ekki hósta! Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:00 Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun