Stjórnendur flugfélagsins Juneyao Airlines eru hættir við tengiflug frá Helsinki til Íslands á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geisað í Kína er sögð meginástæða þess að hætt hefur verið við flugleiðina.
Vefsíðan Túristi, sem sérhæfir sig í fréttum af flugi og ferðaþjónustu, hefur eftir heimildum sínum að ekkert verði af Kínafluginu til Íslands sem átti að fara í gegnum Helsinki. Flugfélagið Juneayao ætlaði að halda úti tveimur ferðum í viku fram í lok október frá Sjanghæ.
Von var á Boeing Dreamliner-þotu Juneayo til Keflavíkur í lok mars en ferðinni hafði verið seinkað til loka apríl. Juneayo er nú sagt hætt við Íslandsferðirnar en einnig áætlunarferðir til Dyflinnar á Írlandi og Manchester á Englandi.