Kona fær aðgang að lífsýni úr bónda sem hún telur vera föður sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 12:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun apríl. Vísir/Vilhelm Íslensk kona á sjötugsaldri mun fá aðgang að lífsýni bónda nokkurs sem lést fyrir tæplega fjörutíu árum í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort bóndinn sé kynfaðir hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem konan höfðaði gegn Lífsýnasafni Landspítalans þar sem hún krafðist þess að fá aðgang að lífsýni mannsins sem hún telur vera föður sinn. Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í byrjun apríl, kemur fram að konan hafi verið ættleidd þegar hún var nokkurra daga gömul. Kynmóður sína hitti hún aðeins nokkrum sinnum og kynföður sinn aldrei. Var konan 21 árs þegar móðir hennar lést árið 1978 og 25 ára gömul þegar maðurinn, sem hún telur föður sinn, lést. Móðirin var ráðskona á bóndabæ mannsins. Hann giftist aldrei og er ekki talinn hafa eignast börn. Hins vegar var móðirin barnshafandi á þeim tíma sem hún var ráðskona hjá bóndanum. Mikil líkindi með bóndanum og konunni sem telur sig vera dóttur hans Byggði konan meðal annars á því fyrir dómi að þeir sem þekktu til hefðu talið víst að bóndinn væri faðir barnsins sem ráðskonan fæddi og gaf svo frá sér. Hans væri þó ekki getið á fæðingarvottorði konunnar og faðerni þar yfir höfuð ekki skráð. Í dómnum kemur fram að hún hafi haft samband við systkini bóndans og afkomendur þeirra. Þau telji öll miklar líkur á því að hún sé dóttir mannsins. Ekki aðeins hafi móðir hennar búið á bænum á þessum tíma og verið þar ráðskona heldur séu einnig mikil líkindi með konunni og bóndanum, eins og sjá megi á ljósmyndum. Hafi eftirlifandi systkini öll lýst sig samþykk því að erfðafræðileg rannsókn fari fram á því hvort að konan sé líffræðileg dóttir bróður þeirra. Í fyrstu leitaði konan til vísindasiðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins en nefndin vísaði málinu frá á þeim grundvelli að ekki væri um vísindarannsókn að ræða. Þá leitaði konan til Persónuverndar en stofnunin taldi að málið félli utan leyfissviðs hennar. Ætti ekki líða fyrir þá vanrækslu og lögbrot að faðernið var ekki skráð Konan sá sér því ekki annað fært en að höfða mál og byggði meðal annars á lögum frá árinu 1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Í lögunum kemur fram að það séu hagsmunir barnsins sem og opinberra yfirvalda að kynfaðir sé rétt skráður. Konunni væri ekki kunnugt um hvers vegna faðerni hennar hefði ekki verið skráð við fæðingu hennar en fyrir þá vanrækslu og lögbrot ætti hún ekki að þurfa að líða og vera þannig í óvissu um hver væri kynfaðir hennar. Hagsmunir hennar af því að vita hver væri kynfaðir hennar væru miklir. Lífsýnasafn Landspítalans mótmælti kröfu konunnar. Byggði safnið annars vegar á því að ekki væru lagaskilyrði til að verða við kröfunni og hins vegar á því að konan hefði ekki sýnt fram á líkur til þess að hún væri dóttir bóndans. Lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður bóndans Konan brást við því síðarnefnda og lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður meints kynföður. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu líkur að því að sá sem gaf lífsýnið væri föðurbróðir konunnar. Taldi dómurinn að með rannsókninni hefði konan leitt nægar líkur að því að bóndinn kynni að vera kynfaðir hennar. Þar með væru komin fram næg rök til þess að verða við kröfu hennar á hendur Lífsýnasafninu og gerði dómurinn það. Á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðukafla dómsins er að konan hafi enga þörf fyrir að stofna til lagalegra tengsla við manninn sem hún telur vera föður sinn. Þá hafi hún heldur enga þörf fyrir að rjúfa lagatengsl við kjörföður sinn, sem lést fyrir níu árum, en annaðist hana frá því hún var nýfædd. „Málshöfðun hennar er sprottin af þeirri grunnþörf mannsins að þekkja uppruna sinn. Þessi grunnþörf og réttur til upplýsinga, í reynd um sjálfan mann, hefur verið viðurkennd í lögum,“ segir í dómi héraðsdóms sem lesa má í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Íslensk kona á sjötugsaldri mun fá aðgang að lífsýni bónda nokkurs sem lést fyrir tæplega fjörutíu árum í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort bóndinn sé kynfaðir hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem konan höfðaði gegn Lífsýnasafni Landspítalans þar sem hún krafðist þess að fá aðgang að lífsýni mannsins sem hún telur vera föður sinn. Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í byrjun apríl, kemur fram að konan hafi verið ættleidd þegar hún var nokkurra daga gömul. Kynmóður sína hitti hún aðeins nokkrum sinnum og kynföður sinn aldrei. Var konan 21 árs þegar móðir hennar lést árið 1978 og 25 ára gömul þegar maðurinn, sem hún telur föður sinn, lést. Móðirin var ráðskona á bóndabæ mannsins. Hann giftist aldrei og er ekki talinn hafa eignast börn. Hins vegar var móðirin barnshafandi á þeim tíma sem hún var ráðskona hjá bóndanum. Mikil líkindi með bóndanum og konunni sem telur sig vera dóttur hans Byggði konan meðal annars á því fyrir dómi að þeir sem þekktu til hefðu talið víst að bóndinn væri faðir barnsins sem ráðskonan fæddi og gaf svo frá sér. Hans væri þó ekki getið á fæðingarvottorði konunnar og faðerni þar yfir höfuð ekki skráð. Í dómnum kemur fram að hún hafi haft samband við systkini bóndans og afkomendur þeirra. Þau telji öll miklar líkur á því að hún sé dóttir mannsins. Ekki aðeins hafi móðir hennar búið á bænum á þessum tíma og verið þar ráðskona heldur séu einnig mikil líkindi með konunni og bóndanum, eins og sjá megi á ljósmyndum. Hafi eftirlifandi systkini öll lýst sig samþykk því að erfðafræðileg rannsókn fari fram á því hvort að konan sé líffræðileg dóttir bróður þeirra. Í fyrstu leitaði konan til vísindasiðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins en nefndin vísaði málinu frá á þeim grundvelli að ekki væri um vísindarannsókn að ræða. Þá leitaði konan til Persónuverndar en stofnunin taldi að málið félli utan leyfissviðs hennar. Ætti ekki líða fyrir þá vanrækslu og lögbrot að faðernið var ekki skráð Konan sá sér því ekki annað fært en að höfða mál og byggði meðal annars á lögum frá árinu 1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Í lögunum kemur fram að það séu hagsmunir barnsins sem og opinberra yfirvalda að kynfaðir sé rétt skráður. Konunni væri ekki kunnugt um hvers vegna faðerni hennar hefði ekki verið skráð við fæðingu hennar en fyrir þá vanrækslu og lögbrot ætti hún ekki að þurfa að líða og vera þannig í óvissu um hver væri kynfaðir hennar. Hagsmunir hennar af því að vita hver væri kynfaðir hennar væru miklir. Lífsýnasafn Landspítalans mótmælti kröfu konunnar. Byggði safnið annars vegar á því að ekki væru lagaskilyrði til að verða við kröfunni og hins vegar á því að konan hefði ekki sýnt fram á líkur til þess að hún væri dóttir bóndans. Lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður bóndans Konan brást við því síðarnefnda og lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður meints kynföður. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu líkur að því að sá sem gaf lífsýnið væri föðurbróðir konunnar. Taldi dómurinn að með rannsókninni hefði konan leitt nægar líkur að því að bóndinn kynni að vera kynfaðir hennar. Þar með væru komin fram næg rök til þess að verða við kröfu hennar á hendur Lífsýnasafninu og gerði dómurinn það. Á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðukafla dómsins er að konan hafi enga þörf fyrir að stofna til lagalegra tengsla við manninn sem hún telur vera föður sinn. Þá hafi hún heldur enga þörf fyrir að rjúfa lagatengsl við kjörföður sinn, sem lést fyrir níu árum, en annaðist hana frá því hún var nýfædd. „Málshöfðun hennar er sprottin af þeirri grunnþörf mannsins að þekkja uppruna sinn. Þessi grunnþörf og réttur til upplýsinga, í reynd um sjálfan mann, hefur verið viðurkennd í lögum,“ segir í dómi héraðsdóms sem lesa má í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira