Innlent

Enginn greindist með Co­vid-19 síðasta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
C0219B62DAF202AD673F5D60D6F1DE47E0386B938FC41E9E29F639A8C4F939BE_713x0
Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjustu tölum á síðunni covid.is. Alls hafa því 1.799 greinst með veiruna hér á landi.

Þetta er í sjötta skipti frá 23. apríl þar sem enginn ný smit greinast, en alls voru 868 sýni tekin í gær - 749 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 119 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Alls eru 56 manns í einangrun vegna veirunnar og fækkar þeim um tíu milli daga. Þá eru nú 750 manns í sóttkví, fimm færri en daginn áður. Þrír eru á sjúkrahúsi, en enginn er á gjörgæslu. Í heildina hafa verið tekin 51.345 sýni.

Á covid.is má einnig sjá að 1.733 manns hefur náð bata og hefur þeim fjölgað um tíu milli daga. 19.338 manns hafa lokið sóttkví.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×