Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2020 15:25 Þjóðin hefur fylgst spennt með afdrifum hringanórans litla sem fannst í slippnum í Njarðvíkum. Honum hefur nú verið sleppt í Ísafjarðardjúp hvar hann var að dóla sér í sólarhring en tók síðan ótrauður stefnuna beint á Grænland. „Jú, jú það er söknuður í brjósti okkar hérna í garðinum, enda hafa margir komið að umönnun hans,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Búið er að sleppa hinum fræga hringanóra sem Húsdýragarðurinn fékk óvænt í fangið í janúar en öll tildrögin vöktu mikla athygli. Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði nórann þar sem hann var á þvælingi í slippnum í Njarðvík. Greinilega á villigötum. Lögreglan birti myndir af björguninni voru þá margur við að missa sig yfir því hversu ofursætur kópurinn þótti. Vart hugað líf þegar hann kom í garðinn Áhöld voru uppi um hverrar tegundar kópurinn væri en seinna kom í ljós hið óvænta að um var að ræða hringanóra sem var þar kominn langt frá sínum heimkynnum. En, nú er búið að sleppa kópnum sem fékk nafnið Kári. Honum var sleppt við Ísafjarðardjúp og ekki er annað að sjá en hann syndi feitur og flottur, brattur vel á vit ævintýranna. Og veifaði ekki einu sinni bless. „Honum var náttúrulega ekki hugað líf fyrstu sólarhringana eftir því sem hann braggaðist fór sífellt minna fyrir mannelskunni í honum og undir það síðasta var hann farinn að bíta og slá. Þetta er að sjálfsögðu heilbrigðismerki og sýnir að hann er orðinn fær í flestan sjó,“ segir Þorkell í samtali við Vísi. Þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafa skráð sögu Kára skilmerkilega enda ómetanlegar upplýsingar sem heimsókn hans veitir. Áður en Kára var sleppt var komið fyrir tæki á baki hans sem sendir frá sér merki. Þannig má fylgjast með ferðum hans. Kortið uppfærist um á tveggja tíma fresti. „Nákvæmni mælinga eykst með fjarlægð frá landi. Þá er þéttleiki gervitungla yfir þessu svæði mjög mismunandi eftir tíðum sólarhrings og því má búast við að boð berist ekki alltaf.“ Hægt að fylgjast með ferðum kópsins Eftir að hafa eytt tæpum sólarhring í Ísafjarðardjúpi synti Kári rakleiðis út úr Ísafjarðardjúpi og tók stefnuna til NV þegar hann kom út fyrir djúpið. Nú verður spennandi að fylgjast með ferðum Kára og vonandi kemst hann klakklaust aftur til heimkynna sinna í norðri. Sjá má kortið hér til að fylgjast með ferðum hringanórans. Hér má sjá ferðalag hringanórans litla eins og sakir standa nú en á baki hans er sendibúnaður. Í Kárasögu eins og hún er skráð hjá þeim hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum segir að það hafi verið þann 17. janúar sem Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir liðsinni garðsins í kjölfar þess að selskópur hafði gert sig heimakominn í slippnum í Njarðvík. „Hafði hann verið að skríða um þar sem honum var augljós hætta búin. Þegar dýr eru sjúk eða særð og farin að þvælast um meðal manna í umhverfi sem þeim er ekki eðlislægt getur hins vegar reynst óhjákvæmilegt að grípa inn í.“ Fituforði eykur lífslíkur hans Eins og Þorkell hefur sagt þá var kópurinn orðinn magur og þrekaður. Við komuna í garðinn mældist hann 7,5 kg að þyngd. Við nánari athugun reyndist kópurinn af tegundinni Hringanóri (Phoca Hispida), en sú tegund lifir á ís umhverfis Norðurpólinn. Hér má sjá hvernig hringanórinn braggaðist en hann var aðeins rúm sjö kíló við komuna í garðinn, sýktur og var þá vart hugað líf. „Þekkt er að ungir hringanórar, sérstaklega karldýr (brimlar), leggist í flakk og hafa þeir fundist af og til, sérstaklega við norðanvert landið. Í sömu viku fannst raunar annar kópur sömu tegundar við Vesturströnd Írlands - sá fyrsti í meira en 100 ár.“ Þorkell segir að Kári sé að öllum líkindum úr kæpingu síðasta árs, sem þýðir að hann hafi fyrst litið dagsins ljós vorið 2019. Það þýðir að hann hefur verið 7-8 mánaða gamall við komuna í garðinn. Búið að koma Kára fyrir í hundabúri og Þorkell klár í að setjast undir stýri og bruna á Vestfjarðarkjálkan hvar kópnum var sleppt. „Kópar þessarar tegundar eru á spena í allt að 8 vikur og eru allt að 20 kg þegar þeir hætta á spena. Það er því ljóst að Kári hafði tapað stórum hluta líkamsþyngdar sinnar frá því að hann hætti á spena. En það átti eftir að breytast og eins og sjá má var hann orðinn feitur og pattaralegur þegar honum var sleppt. Fituforði hans eykur líkur á því að hann nái að spjara sig í sínum náttúrulegu heimkynnum. Helsýktur kópur Svo enn sé vitnað í journala Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þá kom það í ljós við skoðun dýralæknis að hann var með bakteríusýkingu í augum, sérstaklega í vinstra auga. „Var sú sýking meðhöndluð strax. Tekið var saursýni sem skoðað var á rannsóknarstofu í sníkjudýrafræði á Keldum. Kom þá í ljós að Kári var sýktur af lungnaormi af tegund sem ekki hefur greinst hérlendis áður.“ Að sögn Þorkels er þekkt er að selir beri í sér ýmsa sníkjuorma og almennt má segja að sníkjudýr hafi verri áhrif á hýsla sína eftir því sem líkamlegt ástand þeirra er verra. Lungnaormar geta valdið bólgum í lungnaberkjum og lungum sela og dregið þannig úr möguleikum þeirra á að kafa og þar með til þess að afla sér fæðu. Búið að koma sendibúnaði fyrir á baki Kára. „Kópnum var veitt lyfjameðferð gegn sníkjuormum, bæði í meltingarvegi og lungum. Líklegt verður að teljast að í þessu tilfelli hafi ormasýkingin verið kópnum íþyngjandi enda Kári orðinn lasburða og horaður. Fyrsta kastið dvaldi Kári innandyra og fékk þar vökva og vítamínblöndu sem ætluð er selum.“ Tekur stefnuna beint á Grænland Þegar lyfjagjöf vegna sníkjuorma var lokið fór Kári fyrst að fá matarlystina aftur og jókst hún jafnt og þétt. Að lokum var hann farinn að éta allt að átta síldir á dag, sem jafngildir allt að 1,5 kílóum. Frá því að kópurinn fór að éta og þar til honum var sleppt þyngdist hann um 12 kg, eða um 0,8 kg á viku. Kópurinn dvaldi í innilaug með sjó í og var fluttur á útisvæði þegar tækifæri gafst til inn á milli. Kári var í fyrstu hafður inni þar sem hann hafði aðgang að innilaug. Svo fékk hann að fara út þegar færi gafst. Fjöldi starfsfólks Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kom að því að annast kópinn. Eins og áður sagði var Kára sleppt á Vestfjörðum en þaðan er stutt að fara á ísjaðarinn milli Íslands og Grænlands sem um þessar mundir er einungis um 60 km út af Norðanverðum Vestfjörðum. „Líklegt er að Kári hafi villst þaðan í upphafi ævintýraferðar sinnar,“ segir í dagbókum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins: „Raunar stóð til að sleppa honum nokkuð fyrr, en COVID-19 setti strik í reikninginn þarna eins og víða annars staðar en hlutirnir hafa gengið hægar fyrir sig í garðinum en venja er. Kári var hins vegar orðinn feitur og pattaralegur þegar honum var sleppt og hefur því fituforða sem eykur lífslíkur hans í náttúrunni.“ Syndir að meðaltali á 3 kílómetra hraða á klukkustund Gervihnattasendirinn á baki hringanórans sendir boð um staðsetningu hans til Argos gervitungla. Kópurinn nýkominn í garðinn en þá var hann býsna rýr að sjá, aðeins 7,5 kíló en hann átti eftir að bæta á sig. Sérstaklega þegar hann treysti sér í síldina. Sendirinn er límdur á feldinn á bakinu og mun losna af honum þegar hann fellir hár á næstu vikum eða mánuðum. Þegar þetta er skrifað má sjá að Kári hefur synt um 200 km á þessum tíma, frá því honum var sleppt og að hann hefur synt að meðaltali á um 3 km/klst hraða. Hann er kominn mjög nálægt ísröndinni á milli Íslands og Grænlands og verður athyglisvert að sjá hvort að hann fari að hvíla sig uppi á ísjökum á næstu dögum. „Merkið er þannig stillt að þegar það þornar lætur það vita og þannig er hægt að átta sig á hvenær Kári hefur lagst í sólbað.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Vilja sleppa Húsdýragarðskópnum í haust Selastofninn hruninn við Íslandsstrendur. 13. júní 2019 15:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Jú, jú það er söknuður í brjósti okkar hérna í garðinum, enda hafa margir komið að umönnun hans,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Búið er að sleppa hinum fræga hringanóra sem Húsdýragarðurinn fékk óvænt í fangið í janúar en öll tildrögin vöktu mikla athygli. Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði nórann þar sem hann var á þvælingi í slippnum í Njarðvík. Greinilega á villigötum. Lögreglan birti myndir af björguninni voru þá margur við að missa sig yfir því hversu ofursætur kópurinn þótti. Vart hugað líf þegar hann kom í garðinn Áhöld voru uppi um hverrar tegundar kópurinn væri en seinna kom í ljós hið óvænta að um var að ræða hringanóra sem var þar kominn langt frá sínum heimkynnum. En, nú er búið að sleppa kópnum sem fékk nafnið Kári. Honum var sleppt við Ísafjarðardjúp og ekki er annað að sjá en hann syndi feitur og flottur, brattur vel á vit ævintýranna. Og veifaði ekki einu sinni bless. „Honum var náttúrulega ekki hugað líf fyrstu sólarhringana eftir því sem hann braggaðist fór sífellt minna fyrir mannelskunni í honum og undir það síðasta var hann farinn að bíta og slá. Þetta er að sjálfsögðu heilbrigðismerki og sýnir að hann er orðinn fær í flestan sjó,“ segir Þorkell í samtali við Vísi. Þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafa skráð sögu Kára skilmerkilega enda ómetanlegar upplýsingar sem heimsókn hans veitir. Áður en Kára var sleppt var komið fyrir tæki á baki hans sem sendir frá sér merki. Þannig má fylgjast með ferðum hans. Kortið uppfærist um á tveggja tíma fresti. „Nákvæmni mælinga eykst með fjarlægð frá landi. Þá er þéttleiki gervitungla yfir þessu svæði mjög mismunandi eftir tíðum sólarhrings og því má búast við að boð berist ekki alltaf.“ Hægt að fylgjast með ferðum kópsins Eftir að hafa eytt tæpum sólarhring í Ísafjarðardjúpi synti Kári rakleiðis út úr Ísafjarðardjúpi og tók stefnuna til NV þegar hann kom út fyrir djúpið. Nú verður spennandi að fylgjast með ferðum Kára og vonandi kemst hann klakklaust aftur til heimkynna sinna í norðri. Sjá má kortið hér til að fylgjast með ferðum hringanórans. Hér má sjá ferðalag hringanórans litla eins og sakir standa nú en á baki hans er sendibúnaður. Í Kárasögu eins og hún er skráð hjá þeim hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum segir að það hafi verið þann 17. janúar sem Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir liðsinni garðsins í kjölfar þess að selskópur hafði gert sig heimakominn í slippnum í Njarðvík. „Hafði hann verið að skríða um þar sem honum var augljós hætta búin. Þegar dýr eru sjúk eða særð og farin að þvælast um meðal manna í umhverfi sem þeim er ekki eðlislægt getur hins vegar reynst óhjákvæmilegt að grípa inn í.“ Fituforði eykur lífslíkur hans Eins og Þorkell hefur sagt þá var kópurinn orðinn magur og þrekaður. Við komuna í garðinn mældist hann 7,5 kg að þyngd. Við nánari athugun reyndist kópurinn af tegundinni Hringanóri (Phoca Hispida), en sú tegund lifir á ís umhverfis Norðurpólinn. Hér má sjá hvernig hringanórinn braggaðist en hann var aðeins rúm sjö kíló við komuna í garðinn, sýktur og var þá vart hugað líf. „Þekkt er að ungir hringanórar, sérstaklega karldýr (brimlar), leggist í flakk og hafa þeir fundist af og til, sérstaklega við norðanvert landið. Í sömu viku fannst raunar annar kópur sömu tegundar við Vesturströnd Írlands - sá fyrsti í meira en 100 ár.“ Þorkell segir að Kári sé að öllum líkindum úr kæpingu síðasta árs, sem þýðir að hann hafi fyrst litið dagsins ljós vorið 2019. Það þýðir að hann hefur verið 7-8 mánaða gamall við komuna í garðinn. Búið að koma Kára fyrir í hundabúri og Þorkell klár í að setjast undir stýri og bruna á Vestfjarðarkjálkan hvar kópnum var sleppt. „Kópar þessarar tegundar eru á spena í allt að 8 vikur og eru allt að 20 kg þegar þeir hætta á spena. Það er því ljóst að Kári hafði tapað stórum hluta líkamsþyngdar sinnar frá því að hann hætti á spena. En það átti eftir að breytast og eins og sjá má var hann orðinn feitur og pattaralegur þegar honum var sleppt. Fituforði hans eykur líkur á því að hann nái að spjara sig í sínum náttúrulegu heimkynnum. Helsýktur kópur Svo enn sé vitnað í journala Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þá kom það í ljós við skoðun dýralæknis að hann var með bakteríusýkingu í augum, sérstaklega í vinstra auga. „Var sú sýking meðhöndluð strax. Tekið var saursýni sem skoðað var á rannsóknarstofu í sníkjudýrafræði á Keldum. Kom þá í ljós að Kári var sýktur af lungnaormi af tegund sem ekki hefur greinst hérlendis áður.“ Að sögn Þorkels er þekkt er að selir beri í sér ýmsa sníkjuorma og almennt má segja að sníkjudýr hafi verri áhrif á hýsla sína eftir því sem líkamlegt ástand þeirra er verra. Lungnaormar geta valdið bólgum í lungnaberkjum og lungum sela og dregið þannig úr möguleikum þeirra á að kafa og þar með til þess að afla sér fæðu. Búið að koma sendibúnaði fyrir á baki Kára. „Kópnum var veitt lyfjameðferð gegn sníkjuormum, bæði í meltingarvegi og lungum. Líklegt verður að teljast að í þessu tilfelli hafi ormasýkingin verið kópnum íþyngjandi enda Kári orðinn lasburða og horaður. Fyrsta kastið dvaldi Kári innandyra og fékk þar vökva og vítamínblöndu sem ætluð er selum.“ Tekur stefnuna beint á Grænland Þegar lyfjagjöf vegna sníkjuorma var lokið fór Kári fyrst að fá matarlystina aftur og jókst hún jafnt og þétt. Að lokum var hann farinn að éta allt að átta síldir á dag, sem jafngildir allt að 1,5 kílóum. Frá því að kópurinn fór að éta og þar til honum var sleppt þyngdist hann um 12 kg, eða um 0,8 kg á viku. Kópurinn dvaldi í innilaug með sjó í og var fluttur á útisvæði þegar tækifæri gafst til inn á milli. Kári var í fyrstu hafður inni þar sem hann hafði aðgang að innilaug. Svo fékk hann að fara út þegar færi gafst. Fjöldi starfsfólks Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kom að því að annast kópinn. Eins og áður sagði var Kára sleppt á Vestfjörðum en þaðan er stutt að fara á ísjaðarinn milli Íslands og Grænlands sem um þessar mundir er einungis um 60 km út af Norðanverðum Vestfjörðum. „Líklegt er að Kári hafi villst þaðan í upphafi ævintýraferðar sinnar,“ segir í dagbókum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins: „Raunar stóð til að sleppa honum nokkuð fyrr, en COVID-19 setti strik í reikninginn þarna eins og víða annars staðar en hlutirnir hafa gengið hægar fyrir sig í garðinum en venja er. Kári var hins vegar orðinn feitur og pattaralegur þegar honum var sleppt og hefur því fituforða sem eykur lífslíkur hans í náttúrunni.“ Syndir að meðaltali á 3 kílómetra hraða á klukkustund Gervihnattasendirinn á baki hringanórans sendir boð um staðsetningu hans til Argos gervitungla. Kópurinn nýkominn í garðinn en þá var hann býsna rýr að sjá, aðeins 7,5 kíló en hann átti eftir að bæta á sig. Sérstaklega þegar hann treysti sér í síldina. Sendirinn er límdur á feldinn á bakinu og mun losna af honum þegar hann fellir hár á næstu vikum eða mánuðum. Þegar þetta er skrifað má sjá að Kári hefur synt um 200 km á þessum tíma, frá því honum var sleppt og að hann hefur synt að meðaltali á um 3 km/klst hraða. Hann er kominn mjög nálægt ísröndinni á milli Íslands og Grænlands og verður athyglisvert að sjá hvort að hann fari að hvíla sig uppi á ísjökum á næstu dögum. „Merkið er þannig stillt að þegar það þornar lætur það vita og þannig er hægt að átta sig á hvenær Kári hefur lagst í sólbað.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Vilja sleppa Húsdýragarðskópnum í haust Selastofninn hruninn við Íslandsstrendur. 13. júní 2019 15:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51
Vilja sleppa Húsdýragarðskópnum í haust Selastofninn hruninn við Íslandsstrendur. 13. júní 2019 15:42