Lífið

Stórleikari stöðvaði blæðinguna

Stórleikarinn John Malkovich hikaði ekki við að hjálpa slösuðum manni er hann gekk um stræti Toronto í síðustu viku.

Hinn 77 ára gamli Jim Walpole hrasaði og datt með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á háls og blæddi talsvert mikið. Eiginkona hans, Marilyn, 79 ára, hrópaði á hjálp og var John fyrstur á vettvang.

Margt til lista lagt.

“Hann var eins og læknir. Hann var svo hjálpsamur, yndislegur,” segir Jim í viðtali við fréttastofuna CBC í Toronto og bætir við að John hafi stöðvað blæðinguna með því að þrýsta trefli sínum á sárið.

Jim var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl og voru tíu spor saumuð í háls hans. Þau hjónin þekktu ekki Óskarsverðlaunahafann.

Líka góður á sviði.

“Núna ætla ég samt að horfa á allar myndirnar hans,” segir Marilyn.

Bjargvættur.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.