Lífið

Haldið upp á 20 ára afmælið í allt sumar

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir á góðri stundu.
Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir á góðri stundu.

„Við áttum nýlega tuttugu ára afmæli og höfum ákveðið að halda reglulega upp á það út allt árið með skemmtilegheitum,“ segir Björg Ingadóttir, annar eigandi Spaksmannsspjara.

Fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar í sumar mun hönnunarfyrirtækið að bjóða upp á fjölbreyttar uppákomur í versluninni að Bankastræti 2 milli klukkan 20 og 22. „Okkur langaði að nota svona fallegt rými á flottum stað í eitthvað fleira á góðu sumarkvöldi en að selja okkar hönnun og þjónustu. Með þessu móti gefst okkur kostur á að hitta viðskiptavinina sem í raun eru orðnar vinkonur okkar með tímanum,“ segir Björg og bætir við að þessi kvöld snúist ekki eingöngu um föt og tísku heldur ýmsa aðra uppbyggilega hluti sem konum þykja áhugaverðir.

Umfjöllunarefni síðastliðins fimmtudagskvölds var markþjálfun, þar sem höfundar bókarinnar „Markþjálfun – vilji, vit og vissa“, sem nýlega kom út hjá Forlaginu, héldu fyrirlestur um hvernig mögulegt er að ná markmiðum sínum, bæði í einkalífi og vinnu.

„Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Í byrjun var markmiðið að vera með spakar konur sem viðskiptavini og svei mér þá, það hefur ræst. Ég er alveg á því að markþjálfarinn sé nýi einkaþjálfarinn,“ segir Björg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.