Fyrrverandi dómari hélt sína fyrstu tónleika Kristjana Arnarsdóttir skrifar 10. júní 2013 11:30 Jóhannes Valgeirsson var um langt skeið fremsti knattspyrnudómari landsins. Hann er nú kominn með sína eigin hljómsveit sem flytur efni eftir hann. Fréttablaðið/Auðunn „Maður verður að reyna að finna sér eitthvað nýtt að gera fyrst maður fær ekki að vera með í hinu,“ segir fyrrverandi knattspyrnudómarinn Jóhannes Valgeirsson. Hann hefur alfarið sagt skilið við dómaraflautuna og hafist handa við að semja tónlist. „Ég var aðeins búinn að vera að leika mér heima í stofu á gítarinn og var kominn í pínu bílskúrsband með félögunum. Svo þegar maður var búinn að reyna að leysa þessa vitleysu hjá KSÍ í heilt ár, án þess að sjá fram á að menn gætu tekist í hendur og reynt að sættast, varð maður bara að reyna að finna sér eitthvað annað að gera,“ segir Jóhannes. Hann var lengi vel einn fremsti knattspyrnudómari landsins en hann hætti dómgæslu árið 2011 eftir ósætti við yfirmenn Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu tónleikar Jóhannesar fóru fram á fimmtudagskvöldið í Pakkhúsinu á Akureyri en þar spilaði hann tuttugu frumsamin lög. „Ég er með fjóra snillinga með mér í þessu, alveg einvala lið af tónlistarmönnum sem draga vagninn. Tónlistin er á mjúku nótunum og er mjög lítið fótboltatengd. Ég passa mig alveg á því að vera ekki með neina texta sem eru bitrir út í fótboltann. Sá tími er búinn,“ segir Jóhannes og hlær.En á að gefa tónlistina út?„Það er aldrei að vita. Við byrjuðum á tónleikunum en svo sjáum við bara til hvað við gerum. Það stendur allavega til að skoða þetta og taka mögulega eitthvað upp í haust. Félagi minn er í upptökutækni í Bandaríkjunum og við setjumst niður í ágúst og skoðum málin,“ segir dómarinn fyrrverandi sem kveðst spenntur fyrir þessum nýja vettvangi. „Þetta er rosalega gaman. Maður beið alveg eins og barn á jólunum fram að tónleikunum.“ Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Maður verður að reyna að finna sér eitthvað nýtt að gera fyrst maður fær ekki að vera með í hinu,“ segir fyrrverandi knattspyrnudómarinn Jóhannes Valgeirsson. Hann hefur alfarið sagt skilið við dómaraflautuna og hafist handa við að semja tónlist. „Ég var aðeins búinn að vera að leika mér heima í stofu á gítarinn og var kominn í pínu bílskúrsband með félögunum. Svo þegar maður var búinn að reyna að leysa þessa vitleysu hjá KSÍ í heilt ár, án þess að sjá fram á að menn gætu tekist í hendur og reynt að sættast, varð maður bara að reyna að finna sér eitthvað annað að gera,“ segir Jóhannes. Hann var lengi vel einn fremsti knattspyrnudómari landsins en hann hætti dómgæslu árið 2011 eftir ósætti við yfirmenn Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu tónleikar Jóhannesar fóru fram á fimmtudagskvöldið í Pakkhúsinu á Akureyri en þar spilaði hann tuttugu frumsamin lög. „Ég er með fjóra snillinga með mér í þessu, alveg einvala lið af tónlistarmönnum sem draga vagninn. Tónlistin er á mjúku nótunum og er mjög lítið fótboltatengd. Ég passa mig alveg á því að vera ekki með neina texta sem eru bitrir út í fótboltann. Sá tími er búinn,“ segir Jóhannes og hlær.En á að gefa tónlistina út?„Það er aldrei að vita. Við byrjuðum á tónleikunum en svo sjáum við bara til hvað við gerum. Það stendur allavega til að skoða þetta og taka mögulega eitthvað upp í haust. Félagi minn er í upptökutækni í Bandaríkjunum og við setjumst niður í ágúst og skoðum málin,“ segir dómarinn fyrrverandi sem kveðst spenntur fyrir þessum nýja vettvangi. „Þetta er rosalega gaman. Maður beið alveg eins og barn á jólunum fram að tónleikunum.“
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“