Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára 10. júní 2013 11:25 Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira