1,8 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís gefin eftir Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. september 2012 09:00 Olís Félagið er á meðal stærstu eldsneytissala landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna. Fréttir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna.
Fréttir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira