Hlýindin hafa áhrif á síldina Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2016 07:15 Sjómenn þurftu mikið að hafa fyrir því að veiða síldarkvóta sína. vísir/Vilhelm Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira