Körfubolti

Körfuboltakvöld: Viss um að hann speglar sig í LeBron James | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Quincy Hankins-Cole hefur blásið nýju lífi í lið ÍR sem hefur unnið tvo leiki í röð í Domino's deild karla.

Hankins-Cole fór mikinn þegar ÍR bar sigurorð af Njarðvík, 92-73, í Seljaskóla á fimmtudaginn. Hann skoraði 32 stig, tók níu fráköst og varði þrjú skot í leiknum.

Auk þess virtist leikgleði og ákefð Hankins-Cole hafa góð áhrif á Breiðhyltinga, jafnt inni á vellinum sem og í stúkunni.

„Ég er 99,9% viss um það að þessi strákur speglar sig í LeBron James. Hann er að reyna að spila eins og hann. Hann er ekki bara líkur honum á velli, heldur er hann með sömu hreyfingar,“ sagði Kristinn Friðriksson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

„Þessi strákur er svo fjölhæfur, hann er með mjög góðar hreyfingar inni í teig og frábær á opnum velli.“

Hermann Hauksson tók í sama streng og Kristinn.

„Þetta er þvílíkur fengur fyrir ÍR. Það er svo mikil sprengja í þessum manni. Hann smitar út frá sér baráttu og vilja. Þú getur ekki metið það til fjár þegar útlendingurinn þinn er svona,“ sagði Hermann sem er hrifinn af viðhorfi Hankins-Cole til leiksins.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×