Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2019 23:30 Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnar Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24